- Að fyrirhuguð hækkun stærðarviðmiða (50+ starfsmenn) geti útilokað fjölda vinnustaða frá aðhaldi og fært eftirlit frá óháðri vottun yfir í eftirágreining byggðan á skýrslugjöf. Slíkt getur talist afturför í ljósi meginreglna EES-réttar um bann við afturför réttinda.
- Að Jafnréttisstofa fái ný og umfangsmikil verkefni tengd móttöku, úrvinnslu og birtingu gagna um launagreiningar fyrirtækja og stofnana án þess að tryggð sé sérstök fjármögnun í fjárlögum eða framkvæmdaáætlun; óraunhæft sé að sinna nýju hlutverki innan óbreyttra heimilda.
- Að jafnlaunastaðallinn ÍST 85, sem ekki hefur verið uppfærður frá 2012, verði endurskoðaður og færður í reglugerð eða leiðbeiningar á ábyrgð Jafnréttisstofu til að tryggja samræmi og gæði ferla.
BHM hvetur ráðuneytið til að leggja fram rökstudda greiningu á samræmi breytinganna við evrópuréttarlegar meginreglur, móta aðgerðaráætlun fyrir minni vinnustaði (undir 50), skoða einfalda rafræna skýrslugjöf sem næði einnig til þeirra og tryggja Jafnréttisstofu nægilegt fjármagn, mannafla og heimildir. Að öðrum kosti er hætta á afturför í jafnlaunamálum á íslenskum vinnumarkaði.
BHM er reiðubúið til samráðs við stjórnvöld, Jafnréttisstofu og aðra hagaðila til að tryggja að breytingar leiði til raunverulegra umbóta, ekki afturhvarfs.
Á Kvennaári 2025 er mikilvægt að stjórnvöld sendi skýr skilaboð um að breytingarnar séu ekki formsatriði heldur hluti af raunverulegu samfélagslegu átaki til að efla traust og tryggja jafnrétti innan vinnustaða og utan.