Desemberuppbót 2023
30. nóvember 2023
Allt félagsfólk aðildarfélaga BHM á að fá greidda desemberuppbót
Full uppbót miðast við fullt starfshlutfall á viðmiðunartímabili eins og það er skilgreint í kjarasamningi sem viðkomandi starfsmaður fellur undir. Hjá ríki og Reykjavíkurborg er tímabilið 1. janúar til 31. október. Hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga er tímabilið 1. janúar til 30. nóvember. Uppbótin er hlutfallsleg hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða starfað hluta úr ári.
Starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins fá greidda desemberuppbót eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma.