23. október 2025
Aðildarfélög BHM eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir kvennaverkfallið sem fer fram á morgun, föstudaginn 24. október. Mikil stemning ríkir fyrir deginum og víða er verið að skipuleggja þátttöku og viðburði í tengslum við verkfallið.







