Félög BHM undirbúa kvennaverkfallið 24. október

Aðildarfélög BHM eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir kvennaverkfallið sem fer fram á morgun, föstudaginn 24. október. Mikil stemning ríkir fyrir deginum og víða er verið að skipuleggja þátttöku og viðburði í tengslum við verkfallið.

„Takk mamma, amma og langamma“

VISKA hefur til að mynda sett upp sérstaka vefsíðu sem ber yfirskriftina „„Hvað hefur breyst? Hvað eigum við eftir?“ og er tileinkuð kvennaverkfallinu og að 50 ár eru síðan konur lögðu niður störf til að mótmæla efnahagslegri og samfélagslegri mismunun á grundvelli kyns. Vefsíðan er með fjölbreyttum og fróðlegum upplýsingum um sögu, samhengi og tilgang dagsins.

„Hvers virði er starfs­leyfið okkar?"

Formenn fimm aðildarfélaga innan BHM — þær Eva Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, og Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands — birtu í dag sameiginlega skoðanagrein á Vísi þar sem þær fjalla um mikilvægi kvennaverkfallsins, um stöðu heilbrigðisstétta innan BHM og hvetja til þátttöku á morgun.

Stundin er runnin upp

Allar helstu upplýsingar um daginn má finna á kvennaar.is.

Dagskrá kvennaverkfallsins í Reykjavík hefst á Sögugöngu um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu klukkan 13:30 á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu og lýkur á útifundi á Arnarhóli klukkan 15:00. Tónlistaratriði, ræður og kvennakraftur - það jafnast ekkert á við að finna fyrir samstöðukrafti kvenna og kvára.

BHM hvetur félagsfólk sitt til að taka virkan þátt í deginum, standa saman og minna á mikilvægi jafnréttis á vinnumarkaði. Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt