
BHM stendur fyrir málþingi þriðjudaginn 9. september kl. 15:00–17:00 í Grósku, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar. Þar verður kastljósi beint að þróun arðsemi háskólanáms, áhrifum þess á ungt fólk, kynjamun og framtíð menntastefnu.
📍 Dagskrá málþingsins:
Setning málþings
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn af höfundum skýrslunnar
Virði háskólamenntunar – sjónarhorn BHM
Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur BHM
Háskólasamfélagið og virði menntunar
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Menntun og atvinnulíf
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar
Pallborðsumræður
Fundartjórn: Katrín Jakobsdóttir
Þátttakendur:
• Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
• Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech og stjórnarmaður í HR
• Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Við hvetjum félagsfólk, háskólasamfélagið og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga samtali um framtíð háskólamenntunar á Íslandi.