Ingvar Freyr Ingvarsson ráðinn hagfræðingur BHM

BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM.

Ingvar Freyr hefur víðtæka reynslu sem hagfræðingur. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands, þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Starfsferill hans spannar fjölbreytt verkefni á sviði efnahagsmála, í stefnumótun, greiningu og hagsmunagæslu á ólíkum sviðum vinnumarkaðarins.

Ingvar lauk M.Sc.-gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum, (NMBU) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S.-gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011. Samhliða námi starfaði hann sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í MR og við Opna háskólann í Reykjavík, sem og HÍ og NMBU.“

„Við bjóðum Ingvar velkominn til starfa og hlökkum til að njóta sérfræðiþekkingar og reynslu hans innan BHM“, segir Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt