Kvennaverkfall 24. október 2025
21. október 2025
Föstudaginn 24. október 2025 fer fram Kvennaverkfall um land allt. Í ár minnumst við að 50 ár eru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975, þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags kvenna og krefjast raunverulegs jafnréttis. Þrátt fyrir áfangasigra er baráttunni langt í frá lokið.