Kvennaverkfall 24. október 2025

Föstudaginn 24. október 2025 fer fram Kvennaverkfall um land allt. Í ár minnumst við að 50 ár eru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975, þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags kvenna og krefjast raunverulegs jafnréttis. Þrátt fyrir áfangasigra er baráttunni langt í frá lokið.

Samstaða um kröfur Kvennaárs – þátttaka víða um land

Konur og kvár eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf allan daginn, sækja viðburði og sýna samstöðu með kröfum Kvennaárs. Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að styðja við þátttöku starfsfólks, m.a. með sveigjanleika og skýrum stuðningi.

Hvatningarbréf til atvinnurekenda og til kvenna og kára er að finna á heimasíðu Kvennaárs og nánari upplýsingar um dagskrá má lesa á Facebook-síðu Kvennaárs 2025

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt