19. september 2025
Formenn þriggja aðildarfélaga BHM – Laufey Elísabet Gissurardóttir (Þroskaþjálfafélag Íslands), Steinunn Bergmann (Félagsráðgjafafélag Íslands) og Þóra Leósdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands) – benda á í aðsendri grein á Vísi.is að lág laun og erfitt starfsumhverfi séu helstu ástæður manneklu í heilbrigðisþjónustu.

Þær minna á að ekki sé sjálfgefið að íslenskt heilbrigðiskerfi standist álag, heldur sé það fagfólkið sem heldur því uppi. Á sama tíma og stjórnvöld skoða lausnir á biðlistavanda, meðal annars með því að flytja inn starfsfólk eða senda sjúklinga úr landi, sé nóg af fagmenntuðum sérfræðingum hér á landi sem kjósa þó frekar önnur störf vegna lakra kjara.