Lág laun og álag valda skorti á heilbrigðisstarfsfólki

Formenn þriggja aðildarfélaga BHM – Laufey Elísabet Gissurardóttir (Þroskaþjálfafélag Íslands), Steinunn Bergmann (Félagsráðgjafafélag Íslands) og Þóra Leósdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands) – benda á í aðsendri grein á Vísi.is að lág laun og erfitt starfsumhverfi séu helstu ástæður manneklu í heilbrigðisþjónustu.

Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands og Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.

Þær minna á að ekki sé sjálfgefið að íslenskt heilbrigðiskerfi standist álag, heldur sé það fagfólkið sem heldur því uppi. Á sama tíma og stjórnvöld skoða lausnir á biðlistavanda, meðal annars með því að flytja inn starfsfólk eða senda sjúklinga úr landi, sé nóg af fagmenntuðum sérfræðingum hér á landi sem kjósa þó frekar önnur störf vegna lakra kjara.

Áskorun til stjórnvalda um aðgerðir

Launasetning heilbrigðisstétta á opinberum vinnumarkaði, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi er hvað lægst meðal háskólamenntaðra, þar sem meðallaun eru á bilinu 650–770 þúsund krónur. Til samanburðar eru meðallaun háskólamenntaðra í fjármálum, lögfræði og stjórnsýslu er á bilinu 837 – 846 þúsund krónur.

Formennirnir kalla eftir að stjórnvöld fjárfesti í menntakerfinu, heilbrigðis- og félagsþjónustu, og að gripið verði til aðgerða til að bæta kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Aðeins þannig sé hægt að tryggja nýliðun, halda fagfólki í starfi og byggja upp sjálfbært heilbrigðiskerfi til framtíðar.

Nýlega birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt