
Í málinu var sýnt fram á verulegan launamun á milli stefnanda, sem er kona, og karlkyns lögfræðings sem gegndi sambærilegu starfi hjá sömu stofnun. Niðurstaða dómsins var að mismunurinn bryti gegn lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Stofnunin var dæmd til að greiða viðkomandi starfsmanni bætur vegna fjártjóns að fjárhæð 15,2 milljónir króna auk miskabóta að fjárhæð ein milljón króna. Landsréttur hafnaði öllum málsástæðum vinnuveitandans, meðal annars um að vitnisburður fyrrverandi starfsmanna væri ótrúverðugur, og staðfesti í heild niðurstöður héraðsdóms.
Í dóminum er áréttað að kynbundinn launamunur sé ólögmæt mismunun sem vinnuveitendur bera bótaábyrgð á, sbr. 18. og 31. gr. jafnréttislaga.
Niðurstaða Landsréttar er mikilvægt fordæmi og áminning um að launaákvarðanir verði ávallt að byggjast á málefnalegum og kynhlutlausum sjónarmiðum.
BHM fagnar niðurstöðunni og lítur á hana sem mikilvæga áréttingu á ábyrgð opinberra stofnana og fyrirtækja á því að tryggja jafna stöðu kynja í launum og starfskjörum.
Dómurinn undirstrikar að brot á jafnlaunareglunni geta haft verulegar fjárhagslegar og ímyndartengdar afleiðingar og að raunverulegt launajafnrétti krefst gagnsæis, virkrar eftirfylgni og kerfisbundins mats á störfum.
Tengdar færslur
17. nóvember 2025Fréttabréf BHM - nóvember 2025
14. nóvember 2025Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna
13. nóvember 2025Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir
12. nóvember 2025Áhugaverð skýrsla um íslenska embættismannakerfið
10. nóvember 2025Nýr vefur Orlofssjóðs BHM opnar 13. nóvember kl. 09:00
10. nóvember 2025Vel sótt trúnaðarmannanámskeið BHM
