Laun BHM-félaga hjá ríki hækka um 1,24%

Nefnd um launatöfluauka, skipuð fulltrúum heildarsamtaka launafólks og opinberra launagreiðenda (ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg), hefur lokið fyrsta uppgjöri vegna viðmiðunartímabilsins desember 2023 til desember 2024.

Niðurstaða nefndarinnar er að launatöfluauki virkist í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við félög innan BHM og BSRB sem uppfylla ákveðnar forsendur. Launatöflur aðildarfélaga BHM félaga hjá ríkinu hækka því um 1,24% frá og með 1. september 2025.

Flest félög BHM uppfylla skilyrði launatöfluauka

Tilgangur launatöfluauka er að tryggja að launaþróun opinberra starfsmanna haldist í hendur við þróun launa á almennum markaði. Ákvæði um hann er að finna í viðauka kjarasamninga stéttarfélaga við opinbera launagreiðendur. Við útreikningana var meðal annars byggt á gögnum Hagstofu Íslands og leiðrétt fyrir áhrifum kjarasamningsbundinna breytinga.

Af 22 aðildarfélögum BHM, sem gera kjarasamninga við ríkið, höfðu 16 uppfyllt skilyrði launatöfluauka um áramótin. Sálfræðingafélag Íslands er þar á meðal en felldi sinn samning í atkvæðagreiðslu í janúar, því er enn til skoðunar með hvaða hætti félögum SÍ verður tryggður launatöfluauki til jafns við aðra hópa BHM.

Fulltrúi Kennarasambands Íslands (KÍ) skrifaði undir niðurstöðu nefndarinnar en gerði fyrirvara um að launatöfluauki ætti einnig að taka til félaga innan KÍ. Kennarasambandið hefur óskað eftir aðkomu ríkissáttasemjara að lausn málsins.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt