Gunnar Alexander Ólafsson, formaður lífeyris - og lánanefndar BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS.
Markmið verkefnisins er að afla traustra gagna og nákvæmari upplýsinga um stöðu og kjör námsmanna, auk þess að leggja mat á áhrif nýja námslánakerfisins á fjárhagsstöðu, námsframvindu og aðgengi stúdenta að vinnumarkaði.
Greiningin mun meðal annars fjalla um:
- áhrif 30% niðurfellingar út frá félagslegum og efnahagslegum aðstæðum,
- áhrif kynbundins launamunar, fjölskylduábyrgðar og brotakennds starfsferils á endurgreiðslu námslána,
- stöðu þeirra sem ekki teljast lánshæfir eða uppfylla skilyrði fyrir undanþágum,
- og samanburð við aðstæður stúdenta á Norðurlöndum og í Evrópu.
Ráðinn verður sérfræðingur til að vinna hagfræðigreiningu og gerð skýrslunnar. Verkefnið verður unnið í nánu samráði BHM og LÍS og byggir á fyrirliggjandi gögnum, meðal annars frá Menntasjóði námsmanna, Hagstofu Íslands, skattyfirvöldum og sameiginlegum könnunum BHM og LÍS á lífskjörum stúdenta.
Niðurstöður verða kynntar á opnum fundi á vegum BHM og LÍS vorið 2026.