Metnaðarlaus ríkisstjórn eftir tveggja ára samráð
22. mars 2024
BHM og Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) furða sig á metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar eftir tveggja ára samráð um bætt námslánakerfi. Segja þau óbreytt styrkjakerfi auka ójöfnuð milli ungs fólks og eldri kynslóða sem nutu vaxtaniðurgreiðslu. Á sama tíma setja íslenskir námsmenn Evrópumet í atvinnuþátttöku.
Kallað er eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða til að liðka fyrir kjarasamningum. Er þetta meðal þess sem kemur fram í umsögn BHM og LÍS um breytingar á lögum um námslánakerfið.