Mikilvægt að fylgjast með orlofsuppbótinni
Þar sem aðildarfélög BHM hafa ekki gengið til samninga er orlofsuppbótin sú sama og var árið 2023. Upphæðin hjá ríki og Reykjavíkurborg er kr. 56.000,- og öðrum sveitarfélögum en borginni kr. 55.700,- Orlofsuppbót á almennum vinnumarkaði er kr. 58.000,- Skattur, lífeyrissjóðsiðgjald og félagsgjald greiðist af orlofsuppbót.
Orlofsuppbót miðast við fullt starf næstliðið orlofsár, en reiknast annars hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.