Morgunverðarfundur BHM: Þróun og horfur á vinnumarkaði

Hvert stefnir íslenskur vinnumarkaður – og hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkar á næstu árum? BHM boðar til morgunverðarfundar fimmtudaginn 26. febrúar kl. 08:30–10:30 í Norræna húsinu. Þar verður rýnt í stöðu og þróun vinnumarkaðarins.

Á fundinum verða kynntar nýjar greiningar og spár, fjallað um atvinnustefnu stjórnvalda og horft til framtíðarþarfa atvinnulífsins – sérstaklega þegar kemur að háskólamenntuðu starfsfólki. Einnig verður rætt um hlutverk stéttarfélaga í mótun vinnumarkaðar til framtíðar, bæði innanlands og í alþjóðlegu samhengi.

Kynntar verða nýjar greiningar Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuþátttöku og sviðsmyndir, hvar störf skapast og hvar þau tapast m.t.t. menntunar. Litið verður til samanburðar milli geira og þróunar vinnumarkaðar til framtíðar. Jafnframt mun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ræða framtíðarsýn stjórnvalda í nýrri atvinnustefnu og Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur BHM, fjalla um hvernig stéttarfélög geta haft áhrif á mótun vinnumarkaðar til framtíðar.

Fundurinn er opinn öllum, og hvetur BHM félagsfólk aðildarfélaga og hagaðila til að mæta og taka þátt í umræðunni um mikilvægar áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði næstu misseri.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birt síðar — endilega takið daginn frá!

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt