Ný framkvæmdastjórn BHM

Tilkynnt var um kjör nýrrar framkvæmdastjórnar BHM á aðalfundi bandalagsins en kosning í laus embætti fór fram dagana 7. - 21. maí. Þrír nýir fulltrúar komu í stjórn.

Framkvæmdastjórn 2024-2025. Efri röð fv.: Þorkell Heiðarsson, Ingólfur Sveinsson og Sigrún Einarsdóttir. Neðri röð fv.: Hjördís Sigursteinsdóttir, Íris Davíðsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Valgerður Halldórsdóttir og Helgi Bjartur Þorvarðarson. Á myndina vantar Gunnlaug Má Briem varaformann BHM. Ljósm. Birgir Ísleifur Gunnarsson

Hlutverk framkvæmdastjórnar er að fylgja eftir lögum, samþykktum og stefnu BHM og vera í forsvari fyrir bandalagið út á við.

Stjórn tekur ákvarðanir um öll mál er varða daglega starfsemi bandalagsins í samræmi við lög þess og stefnuskrá. Hún gerir formannaráði grein fyrir störfum sínum og ber undir það mikilvæg stefnumótandi mál. Stjórn kemur saman hálfsmánaðarlega.

Framkvæmdastjórn BHM 2024-2025

Aðalfulltrúar:

  • Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM
  • Gunnlaugur Már Briem varaformaður BHM
  • Helgi Bjartur Þorvarðarson, Stéttarfélagi lögfræðinga
  • Þorkell Heiðarsson, Félagi íslenskra náttúrufræðinga
  • Íris Davíðsdóttir, Félagi háskólakennara
  • Sigrún Einarsdóttir, Visku
  • Ingólfur Sveinsson, Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Varafulltrúar:

  • Hjördís Sigursteinsdóttir, Félagi háskólakennara á Akureyri
  • Valgerður Halldórsdóttir, Félagsráðgjafafélagi Íslands

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt