
Í stefnu BHM er lögð áhersla á að menntun og þekking séu hornsteinar framfara og að mikilvægt sé að skapa hvetjandi starfsumhverfi og raunhæfa möguleika til starfsþróunar. Ung VIRK styður þessi markmið með því að veita ungu fólki aðgengi að þjónustu og upplýsingum sem hjálpa því að styrkja stöðu sína hvort sem er á vinnumarkaði eða í námi.
Þjónusta og stuðningur fyrir ungt fólk
BHM telur nauðsynlegt að ungt fólk, sem stendur frammi fyrir áskorunum, fái faglegan stuðning til að nýta hæfileika sína og menntun til fulls. Með þessari nýju þjónustu er stigið mikilvægt skref til að efla virkni og þátttöku ungs fólks í samfélaginu.
Að mati BHM styrkir þetta framtak tengslin milli endurhæfingar og menntunar, stuðlar að sjálfbærni og nýsköpun og eflir þannig þekkingarsamfélagið til framtíðar. Þessi þjónusta sýnir að með aukinni menntun og þekkingu skapast fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk á Íslandi. Slíkt eykur líkurnar á að allt ungt fólk nái að virkja hæfileika sína og geti þannig aukið lífsfyllingu sína til frambúðar.
Tengdar færslur
19. nóvember 2025Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna?
18. nóvember 2025Dómstóll Evrópusambandsins staðfestir meginhluta tilskipunar ESB um fullnægjandi lágmarkslaun
17. nóvember 2025Fréttabréf BHM - nóvember 2025
14. nóvember 2025Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna
13. nóvember 2025Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir
12. nóvember 2025Áhugaverð skýrsla um íslenska embættismannakerfið
