Ný stjórn BHM

Tilkynnt var um kjör nýrrar stjórnar BHM á aðalfundi bandalagsins sem haldinn var fimmtudaginn 15. maí.  

Stjórn BHM 2025-2026: fv: Sigrún Einarsdóttir, Gunnlaugur Már Briem, Svava S. Steinarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Helgi Bjartur Þorvarðarson og Íris Davíðsdóttir. Á myndina vantar Ingólf Sveinsson, Gunnar Hrafnsson og Valgerði Halldórsdóttur.

Ákveðið var á aðalfundi BHM að heiti framkvæmdastjórnar BHM yrði breytt í stjórn BHM. Breytinguunni er, meðal annarra breytinga, ætlað að skerpa skil milli formannaráðs og stjórnar. Hlutverk stjórnar er að sjá til þess að stefnumarkandi ákvörðunum aðalfundar og stefnumótunarþings sé framfylgt auk þess að bera ábyrgð á fjármálum og rekstri bandalagsins. Stjórn gerir formannaráði grein fyrir störfum sínum og saman bera stjórn og formannaráð ábyrgð á starfsemi bandalagsins. .

BHM þakkar Þorkeli Heiðarssyni, frá FÍN - Félagi íslenskra náttúrufræðinga og Hjördísi Sigursteinsdóttur, frá Félagi háskólakennara á Akureyri, sem láta af stjórnarstörfum, innilega fyrir dýrmætt starf og ómetanlegt framlag.

Svava S. Steinarsdóttir, frá FÍN - Félagi íslenskra náttúrufræðinga kemur ný inn í stjórn BHM.

Stjórn BHM 2025-2026

Aðalfulltrúar

Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM

Gunnlaugur Már Briem varaformaður BHM

Helgi Bjartur Þorvarðarson, Stéttarfélagi lögfræðinga

Íris Davíðsdóttir, Félagi háskólakennara

Sigrún Einarsdóttir, Viska

Ingólfur Sveinsson, Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Svava S. Steinarsdóttir, FÍN - Félag íslenskra náttúrufræðinga

Varafulltrúar

Valgerður Halldórsdóttir, Félagsráðgjafafélagi Íslands

Gunnar Hrafnsson, Félag íslenskra tónlistarmanna

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt