Opnað verður fyrir umsóknir í orlofskosti Orlofssjóðs BHM yfir sumarið miðvikudaginn 20. mars kl. 12:00. Hægt verður að sækja um til kl. 23:59 þann 26. mars. Miðvikudaginn 27. mars fer fram úthlutun miðað við punktastöðu og hlutkesti.
Þeim sem fá úthlutað gefst kostur á að greiða fyrir leigu til og með 10. apríl. Þann 11. apríl hefst forgangsbókun meðal umsækjenda sem ekki fengu úthlutað.
Miðvikudaginn 17. apríl hefst úthlutun undur formerkjunum Fyrstur kemur - fyrstur fær og þá geta allir virkir sjóðfélagar sótt um.