Óvænt verðbólguhjöðnun

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar lækkaði vísitala neysluverðs um 0,15% milli mánaða og stendur nú í 3,8%.

Meðal áhrifaþátta eru:

  • Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 12% og höfðu mest áhrif til lækkunar.
  • Húsgögn og heimilisbúnaður hækkuðu um 6,6%.
  • Verðbólga án húsnæðis mælist 2,8%.

Verðbólga lægri en spár gerðu ráð fyrir – en þrýstingur á heimilin heldur áfram

Þetta er lægri tala en spár gerðu ráð fyrir (4-4,1%), en heimili standa áfram frammi fyrir háu vaxtastigi og miklum útgjöldum. Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,5% þann 20. ágúst.

Þrátt fyrir þessa hjöðnun spá greiningaraðilar því að verðbólga muni hækka á haustmánuðum. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er boðuð 8. október og margt bendir til að vextir verði áfram háir út árið.

Í nýlegum kjarasamningum féllst fólk á hóflegar hækkanir til að ná verðbólgu niður. Samt mælast verðhækkanir áfram háar og þrýsta á heimilin. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða sem verja kaupmátt og bæta stöðu heimila.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt