Sjúkrasjóður hækkar alla styrki

Breyttar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM taka gildi þann 1. nóvember

Sjúkrasjóður BHM er fyrir félagsfólk á almennum vinnumarkaði

Hækkanir í tölum

Upphæðir allra styrkja hækka auk þess sem sjúkradagpeningar verða nú greiddir í allt að fimm mánuði í stað fjögurra.

  • Fæðingarstyrkur hækkar úr 100.000 kr. í 300.000 kr.
  • Heilbrigðisþjónusta og forvarnir hækkar úr 75.000 kr. í 100.000 kr.
  • Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 25.000 kr. í 35.000 kr.
  • Gleraugnastyrkur kemur nýr inn og verður 45.000 kr.
  • Tæknifrjóvgunarstyrkur hækkar úr 125.000 kr. í 200.000 kr.
  • Forvarnarstyrkur vegna krabbameinsleitar og hjartasjúkdóma hækkar úr 20.000 kr. í 25.000 kr.
  • Heyrnartækjastyrkur hækkar úr 145.000 kr. í 250.000 kr.
  • Dánarbætur hækka úr 350.000 kr. í 500.000 kr.
  • Annar heilbrigðiskostnaður hækkar úr 150.000 kr. í 300.000 kr.
  • Ættleiðingarstyrkur hækkar úr 170.000 kr. í 250.000 kr.
  • Starftengd áföll eða óvænt starfslok styrkur hækkar úr 55.000 kr. í 100.000 kr.

Áhrif reglubreytinga

  • Hafi sjóðfélagar nýtt sér einhvern framantalinna styrkja bætist einfaldlega við eftirstöðvarnar upphæð sem nemur hækkuninni.
  • Gilda þá sömu reglur og áður að kostnaður má ekki hafa stofnast fyrir meira en 12 mánuðum (eða lengra aftur í einhverjum tilfellum).
  • Hins vegar gildir um nýjan styrkflokk, gleraugnastyrk, að aðeins eru veittir styrkir vegna kostnaðar sem stofnaðist eftir 1. janúar 2025.
  • Þá gildir um hækkun á fæðingarstyrk að hún nær aftur til 1. janúar 2025, því er aðeins veittur styrkur að hámarki 300.000 kr. vegna barna sem fædd eru eftir þann dag. Fyrri regla um hámarksstyrk 100.000 kr. á því við um börn fædd fyrir þann dag.
  • Þau sem þegar eru að fá sjúkradagpeninga, og eiga rétt á greiðslu í nóvember 2025 eða síðar, eiga nú rétt í allt að 5 mánuði.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt