Upphæðir allra styrkja hækka auk þess sem sjúkradagpeningar verða nú greiddir í allt að fimm mánuði í stað fjögurra.
- Fæðingarstyrkur hækkar úr 100.000 kr. í 300.000 kr.
- Heilbrigðisþjónusta og forvarnir hækkar úr 75.000 kr. í 100.000 kr.
- Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 25.000 kr. í 35.000 kr.
- Gleraugnastyrkur kemur nýr inn og verður 45.000 kr.
- Tæknifrjóvgunarstyrkur hækkar úr 125.000 kr. í 200.000 kr.
- Forvarnarstyrkur vegna krabbameinsleitar og hjartasjúkdóma hækkar úr 20.000 kr. í 25.000 kr.
- Heyrnartækjastyrkur hækkar úr 145.000 kr. í 250.000 kr.
- Dánarbætur hækka úr 350.000 kr. í 500.000 kr.
- Annar heilbrigðiskostnaður hækkar úr 150.000 kr. í 300.000 kr.
- Ættleiðingarstyrkur hækkar úr 170.000 kr. í 250.000 kr.
- Starftengd áföll eða óvænt starfslok styrkur hækkar úr 55.000 kr. í 100.000 kr.