10. nóvember 2025
Trúnaðarmannanámskeið sem BHM stóð fyrir í síðustu viku vöktu frábærar undirtektir. Um 40 manns sóttu námskeiðin, langflestir á staðnum en einnig í gegnum Teams. Áhersla var lögð á hagnýta fræðslu og verkfæri í starfi trúnaðarmanna.

Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, og Ingvar Sverrisson, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM, fóru yfir helstu réttindi, hlutverk og verkferla trúnaðarmanna. Þá hélt markþjálfinn Lella Erludóttir erindi um árangursrík samskipti sem hlaut góðar viðtökur.
Trúnaðarmenn gegna lykilhlutverki bæði fyrir starfsmenn og stéttarfélög, og markmiðið með námskeiðunum er að styrkja þau í því mikilvæga starfi.
BHM þakkar þátttakendum fyrir frábæra mætingu og lifandi umræður – og hvetur félagsfólk sem hefur áhuga á að taka að sér trúnaðarmannahlutverk að hafa samband við sitt stéttarfélag.





