Nýr vefur BHM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna
26. mars 2023
BHM.is - nýr vefur BHM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna í ár. Annars vegar í flokknum efnis- og fréttaveita ársins og hins vegar í flokknum fyrirtækjavefur ársins.
Við erum afar stolt af tilnefningunum enda liggur mikil vinna að baki vefnum sem var tekinn í loftið í október síðastliðnum. Vefurinn var unninn í góðu samstarfi við Hugsmiðjuna.