Nýr vefur BHM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

BHM.is - nýr vefur BHM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna í ár. Annars vegar í flokknum efnis- og fréttaveita ársins og hins vegar í flokknum fyrirtækjavefur ársins.

Við erum afar stolt af tilnefningunum enda liggur mikil vinna að baki vefnum sem var tekinn í loftið í október síðastliðnum. Vefurinn var unninn í góðu samstarfi við Hugsmiðjuna.

Nýr vefur BHM er upplýsinga- og þjónustuvefur sem setur notendur í fyrsta sæti. Markmið vefsins er að endurspegla nútímalegt og faglegt starf BHM með áherslu á sérfræðiþekkingu BHM. Vefurinn er nýstárlegur, kvikur, upplýsandi og leggur áherslu á mikilvægi félagsfólks og réttinda þeirra.

Kynnt var um tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna í vikunni og við hjá BHM erum virkilega ánægð að tilheyra hópi þeirra fyrirtækja og stofnana sem tilnefnd eru fyrir framúrskarandi veflausnir í ár.

Verðlaunin verða veitt 31. mars.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt