Sjálfstætt starfandi

Reiknivél fyrir sjálfstætt starfandi


Sjálfstæður atvinnurekandi er sá sem stundar sjálfstæða starfsemi, ýmist á eigin kennitölu eða í félagi, með reglubundnum hætti að nokkru umfangi og í þeim tilgangi að hagnast. Réttarstaða verktaka og annarra sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur er hin sama, þeir bera sömu ábyrgð og skyldur.

Ákveðin auka vinna fylgir því að vera sjálfstætt starfandi/verktaki. Aðilar verða sjálfir að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslum og tryggingum, ásamt því að senda viðeigandi reikninga og gögn inn til stofnana.

Mikill munur er á stöðu verktaka og launþega, en lög og kjarasamningar tryggja launþegum ýmis réttindi sem sjálfstætt starfandi/verktakar njóta ekki. Sjálfstætt starfandi/verktakar fá t.d. ekki borgað orlofs- og desemberuppbót, fá ekki laun fyrir viðurkennda frídaga, fá ekki greitt orlof, eru ekki slysatryggðir, og eiga ekki rétt á launum í veikindatilfellum, svo eitthvað sé nefnt.

Eins má nefna að við gjaldþrot verkkaupa eiga verktakar ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðasjóði launa og enginn uppsagnarfrestur gildir. Þrátt fyrir að greiða tryggingagjald hafa sjálfstætt starfandi takmarkaðan rétt á atvinnuleysisbótum frá VMST .

Hugtök

Sjálfstætt starfandi

 • Aðili sem starfar við eigin rekstur, í eigin nafni eða í sameignarfélagi sem ekki er sjálfstæður skattaðili, í því umfangi að honum eða félagi er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns. 

Verktaki

 • Aðili sem tekur að sér að framkvæma tiltekið verk fyrir annan aðila (verkkaupa) gegn endurgjaldi, og ábyrgjast árangur verksins telst verktaki. Verktakar geta bæði verið félög og menn og er sjálfstæður lögaðili. Verktaki starfar sjálfstætt og á eigin ábyrgð og getur fengið annan til verksins (undirverktaka). Réttarstaða verktaka er hin sama og annarra sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. 

Gerviverktaki

 • Aðili sem ræður sig til vinnu eða tiltekin verks með verktakasamningi en hefur réttarstöðu launamanns þegar nánar er skoðað.
 • Það getur reynst erfitt skera úr um það hvenær aðili telst launamaður eða (gervi)verktaki. Heiti samnings milli aðila hefur ekki úrslitaáhrif um það hvort viðkomandi er verktaki eða launamaður, heldur er það innihald samningsins og heildarmat á aðstæðum öllum.
 • Eftirfarandi má m.a. hafa til hliðsjónar, en almennt er aðili ekki verktaki ef hann:
  • nýtur starfsstöð verkkaupa (gefur vísbendingu um)
  • leggur ekki til verkfæri né efni (gefur vísbendingu um)
  • ber ekki ábyrgð eða áhættu á verki
  • fær reglubundin föst laun
  • nýtur lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi
  • fær greitt orlof og veikindadaga
  • fær laun á frídögum
  • vinnur iðulega fyrir einn eða fáa aðila (gefur vísbendingu um)
  • notar stimpilklukku á vinnustað
  • á rétt á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti
  • ber ekki ábyrgð á útreikningi og skil á launatengdum gjöldum
  • ber ekki ábyrgð á skilum á opinberum gjöldum
  • O.fl.

Réttindi í sjóðum BHM

Sjúkrasjóður BHM

 • Reglur sjóða BHM ná jafnt til allra félagsmanna aðildarfélaga BHM óháð ráðningarformi, fyrir utan ákvæði er snerta sjálfstætt starfandi vegna sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM.
 • Samkvæmt úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM hefur sjálfstætt starfandi sjóðfélagi rétt til greiðslu sjúkradagpeninga sem um launþega væri að ræða. Biðtími til bótaréttar vegna sjálfstætt starfandi félagsmanna er 2 mánuðir vegna eigin veikinda. 
 • Sjúkradagpeningar: Almenna reglan er sú að reikna á 1% iðgjald af heildarlaunum eins og þau eru hverju sinni. Staðgreiðsluskrá er skoðuð hjá sjálfstætt starfandi/verktökum. Ef mismunur er á staðgreiðslu og iðgjaldaskilum í sjóðinn;
  • er tekið mið af heildarlaunum skv staðgreiðslu, ef staðgreiðsla reynist lægri en heildarlaun út frá iðgjaldi.
  • er tekið mið af heildarlaunum út frá iðgjaldi, ef heildarlaun skv. staðgreiðslu er hærri en heildarlaun út frá iðgjaldi. Vanreiknað iðgjald myndar ekki aukinn rétt til sjúkradagpeninga ef í ljós kemur að heildarlaun eru hærri skv. staðgreiðsluskrá.

Iðgjöld í sjóði BHM; dæmi

 • Taflan hér að neðan sýnir dæmi um iðgjaldaskil út frá mismunandi reiknuðum heildarlaunum og hvaða áhrif það hefur á réttindi úr sjóðum BHM. 
 • Ef iðgjald í Sjúkrasjóð BHM endurspeglar ekki raun heildarlaun getur það haft áhrif á upphæð sjúkradagpeninga. 

  Félagsmaður 1Félagsmaður 2 
Félagsmaður 3
Heildarlaun 200.000 kr.300.000 kr.600.000 kr.
Mánaðarlegt iðgjald í Sjúkrasjóð 2.000 kr.3.000 kr.  6.000 kr.
Mánaðarlegt iðgjald í Starfsþróunarsetur1.400 kr.
2.100 kr.
 4.200 kr.
Mánaðarlegt iðgjald í Starfsmenntunarsjóð440 kr.
 660 kr. 1.320 kr.

 Dæmi um styrk úr sjóðum BHM*


Sjúkrasjóður BHM **
Heilsurækt 6.000 kr. 12.000 kr. 12.000 kr.
Sjúkraþjálfun 25.000 kr. 50.000 kr. 50.000 kr.
Fæðingarstyrkur 50.000 kr. 100.000 kr. 100.000 kr.
Sjúkradagpeningar*** 160.000 kr. 240.000 kr. 480.000 kr.
Starfsmenntunarsjóður BHM Endurmenntun 60.000 kr. 120.000 kr. 120.000 kr.
Starfsþróunarsetur háskólamanna Endurmenntun 212.500 kr. 425.000 kr. 425.000 kr.

*Réttur til styrkja myndast eftir sex iðgjaldagreiðslur, þar af þrjár samfellda, áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar á sér stað.
**Ef iðgjöld sjóðfélaga eru lægri en 3.000 kr. á mánuði fær sjóðfélagi aðeins greiddan hálfan styrk frá sjóðnum

***Á mánuði, í allt að 4 mánuði

Iðgjaldaskil í sjóði BHM

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um hvernig á að ganga frá skilagreinum má finna hér ásamt rafrænu skilagreinaformi.

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til stéttarfélaga til Bókunar- og innheimtumiðstöðvar BHM, fyrir gjalddaga þ.e. 15. hvers mánaðar. Iðgjöld eiga að reiknast af launatekjum og skila þarf inn skilagreinum mánaðarlega. Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á skilagreinum. 

Mótframlag í sjóði fyrir sjálfstætt starfandi

 Sjóður  Iðgjald af launatekjum
  Félagsgjald til viðkomandi aðildarfélags BHM  Sjá % stéttarfélags
  Sjúkrasjóður BHM  1 % valkvætt gjald 
  Orlofssjóður BHM  0,25 % valkvætt gjald
  Starfsmenntunarsjóður BHM  0,22% valkvætt gjald
  Starfsþróunarsetur háskólamanna  0,70 % valkvætt gjald

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð, er 0,1 % af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði. 

Ítarefni