Chat with us, powered by LiveChat

Hverjir eiga rétt?

Greiðslur í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellda

Rétt í Starfsmenntunarsjóði BHM eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir starfsmenntunarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði þar af 3 samfellda. Inngreiðslur í sjóðinn sem eru lægri en 660 krónur á mánuði veita rétt til hálfs styrks (reiknað er meðaltali síðustu 3 mánaða).

Lok ráðningarsambands: Sjóðsaðild telst lokið við lok ráðningarsambands.

Rof á aðild sem rekja má til eftirtalda tilvika skerðir ekki rétt sjóðsfélaga til úthlutunar:

  • Fæðingarorlof: Aðildarrof í fæðingarorlofi skerðir ekki möguleika sjóðsfélaga á úthlutun úr sjóðnum enda sé stéttarfélagsgjald greitt á orlofstímabili.
  • Atvinnuleysi: Við atvinnumissi viðhalda sjóðsfélagar áunnum réttindum sínum í sjóðnum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,22% iðgjald til sjóðsins af atvinnuleysisbótum frá upphafi atvinnuleysis félagsmanna sinna. 
  • Launalaust leyfi: Sjóðsfélagar viðhalda áunnum réttindum sínum fyrstu 6 mánuði í launalausu leyfi.
  • Veikindi: Sjóðsfélagar viðhalda áunnum réttindum sínum í sjóðnum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga frá Sjúkrasjóði BHM eða Styrktarsjóði BHM. Eins er farið með mál sjóðfélaga sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun og þeirra sem atvinnulausir eru. 

Sjóðstjórn metur hvort unnt sé að brúa aðildarrof með hliðsjón af eldri sjóðsaðild. Rof getur aldrei orðið lengra en 6 mánuðir.