Sjóðsaðild

Allt félagsfólk sem greitt hefur í starfsmenntunarsjóð BHM í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellda, á rétt á styrkjum. Styrkhæf verkefni þurfa að jafnaði að varða fagsvið eða starf umsækjenda. 

Hver á rétt á styrkjum?

Allt félagsfólk sem greitt hefur í starfsmenntunarsjóð BHM í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellda, á rétt á styrkjum. Heildarlaun að upphæð 428.582 kr. eða hærri veita rétt á hámarksstyrk úr sjóðnum, 160.000 kr. Heildarlaun undir fyrrgreindri upphæð veita rétt á styrk að hámarki 80.000 kr.

Réttur til greiðslna úr sjóðnum fellur niður að þremur mánuðum liðnum frá því síðast var greitt iðgjald til sjóðsins.

Rof á aðild sem rekja má til eftirfarandi tilvika skerðir ekki rétt sjóðfélaga til úthlutunar:

  • Fæðingarorlof: Aðildarrof í fæðingarorlofi skerðir ekki möguleika á úthlutun úr sjóðnum enda sé stéttarfélagsgjald greitt á orlofstímabili.
  • Atvinnuleysi: Áunnum réttindum er viðhaldið í allt að 12 mánuði enda sé stéttarfélagsgjald greitt frá upphafi atvinnuleysis. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða iðgjald til sjóðsins af atvinnuleysisbótum frá upphafi atvinnuleysis félagsfólks síns.
  • Launalaust leyfi: Áunnum réttindum er viðhaldið fyrstu 6 mánuði í launalausu leyfi.
  • Veikindi: Áunnum réttindum er viðhaldið í sjóðnum fyrir það tímabil sem félagsfólk fær greidda sjúkradagpeninga frá Sjúkrasjóði BHM eða Styrktarsjóði BHM. Eins er farið með mál sjóðfélaga sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun og þeirra sem atvinnulausir eru.

Stjórn sjóðsins er heimilt að meta eldri sjóðsaðild til að brúa rof á aðild. Rof á aðild getur þó aldrei verið lengra en sex mánuðir.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt