Chat with us, powered by LiveChat

Hvað er styrkt?

Nám, námskeið, ráðstefnur og kynnisferðir

Sjóðurinn veitir styrki til félagsmanna vegna náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og  kynnisferða innan lands sem utan. Styrkhæf verkefni þurfa að jafnaði að varða fagsvið eða starf sjóðsfélaga.

Hámarksstyrkur er 120.000 kr. á 24 mánaða tímabili, talið frá fyrsta greiðsludegi. Mánaðarlegt framlag í starfsmenntunarsjóð sem nemur a.m.k. 660 krónum veitir rétt á fullum styrk úr sjóðnum. Lægra framlag veitir rétt á hálfum styrk (reiknað er meðaltal síðustu 3 mánaða).

Stök námskeið

Sjóðurinn veitir styrki til þátttöku í einstökum námskeiðum, innanlands sem utan, enda tengist þau fagsviði eða starfi þeirra. Eftirfarandi kostnaður er styrkhæfur:

 • Námskeiðsgjöld
 • Ferðakostnaður (flugfargjöld eða aksturskostnaður)
 • Gistikostnaður
 • Ferðir til og frá millilandaflugvöllum

Ekki er greitt vegna ferða innan borga, fæðiskostnaðar né launataps.

Sækja um styrk

Nám

Sjóðurinn styrkir sjóðsfélaga vegna skólagöngu þeirra, innan lands sem utan, enda tengist hún fagsviði eða starfi þeirra. Eftirfarandi kostnaður er styrkhæfur: 

 • Skólagjöld
 • Ferðakostnaður (flugfargjöld eða aksturskostnaður)
 • Gistikostnaður
 • Ferðir til og frá millilandaflugvöllum

Ekki er greitt vegna ferða innan borga, fæðiskostnaðar né launataps.

Sækja um styrk

Ráðstefnur og málþing

Starfsmenntunarsjóður veitir sjóðsfélögum styrk vegna þátttöku þeirra á ráðstefnum og málþingum, innan lands sem utan, enda tengist viðfangsefnið fagsviði eða starfi þeirra. Eftirfarandi kostnaður er styrkhæfur: 

 • Ráðstefnugjöld
 • Ferðakostnaður (flugfargjöld eða aksturskostnaður)
 • Gistikostnaður
 • Ferðir til og frá millilandaflugvöllum

Ekki er greitt vegna ferða innan borga, fæðiskostnaðar né launataps.

Sækja um styrk

Kynnisferðir

Starfsmenntunarsjóður veitir sjóðsfélögum styrk vegna þátttöku þeirra í faglega skipulögðum heimsóknum eða kynnisferðum, innan lands sem utan, enda tengist viðfangsefnið fagsviði eða starfi þeirra. Eftirfarandi kostnaður er styrkhæfur:

 • Ferðakostnaður (flugfargjöld eða aksturskostnaður)
 • Gistikostnaður
 • Ferðir til og frá millilandaflugvöllum

Dagskrá vegna faglega skipulagðrar heimsóknar eða kynnisferðar erlendis þarf að skiptast á a.m.k. tvo daga og þarf fræðsludagskrá að spanna að lágmarki 8 klst. í fræðslu. Fræðsludagskrá vegna faglega skipulagðrar heimsóknar eða kynnisferðar innanlands þarf að spanna að lágmarki 6 klst. Í dagskránni skal ferðinni lýst og tilgangur hennar útskýrður. Þar skal einnig tiltaka þá staði sem heimsóttir eru, hvert efni kynningar er á hverjum stað og tímasetningar.

Með umsóknum skal fylgja áritað bréf frá yfirmanni eða umsjónarmanni ferðarinnar og/eða þátttakendalisti sem staðfestir þátttöku sjóðfélaga í ferðinni. 
Sækja um styrk

Önnur styrkhæf námskeið sem ekki tengjast fagsviði

Námskeið sem ætlað er að auka starfshæfni umsækjanda á sviði tölvutækni og tungumála eru almennt styrkhæf þó þau tengist ekki beint starfi eða háskólamenntun umsækjanda. 
Sækja um styrk

Óstyrkhæfur kostnaður

Kostnaður vegna launataps, fæðiskostnaðar, ferða innan borga og sveitarfélaga. Kostnaður vegna sjálfsstyrkinga-, sjálfshjálpa- og tómstundanámskeiða. Námsgögn og efniskostnaður fæst ekki bættur úr sjóðnum né heldur kostnaður sem greiddur er með vildarpunktum eða annarskonar viðskiptavild. Ef kostnaður er greiddur með gjafabréfum þarf umsækjandi að skila inn greiðslukvittunum vegna þeirra.