Sótt er um styrki til sjóðsins í gegnum Mínar síður BHM.
Gögn skulu send inn rafrænt með umsókn. Nauðsynleg gögn verða að liggja fyrir til að sjóðfélagi geti fengið greitt úr sjóðnum. Nánari upplýsingar um nauðsynleg gögn eftir styrkflokkum má finna á Mínum síðum eða í úthlutunarreglum sjóðsins.
Nauðsynleg gögn eru í flestum tilfellum sundurliðaðir reikningar með nafni umsækjanda sem sannanlega eru greiddir af sjóðfélaga sjálfum. Á reikningnum þurfa að vera upplýsingar um þann sem gefur reikninginn út, fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu. Greiðslukvittun þarf einnig að fylgja umsókn ef ekki kemur fram á reikningi að hann sé greiddur. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að óska eftir frumriti reiknings áður en útborgun á sér stað.