Chat with us, powered by LiveChat

Hvað er styrkt?

Styrktarsjóður er fyrir félagsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum.

Líkamsrækt

Veittur er líkamsræktarstyrkur að hámarki kr. 20.000 á hverju 12 mánaða tímabili. Einungis er greitt fyrir líkamsrækt sem sjóðfélagi einn getur nýtt sér. Staðgreiðsla er ekki tekin af líkamsræktarstyrkjum.
Kaup á tækjum og/eða öðrum útbúnaði til heilsuræktar er ekki styrkhæfur hjá Styrktarsjóði BHM.

Sækja um styrk

Meðferð á líkama og sál (ekki er endurgreiddur lækniskostnaður)

Endurgreiðsla vegna útlagðs kostnaðar er að hámarki kr. 43.000 á hverju 12 mánaða tímabili fyrir eftirfarandi: 

 • Sjúkraþjálfun. 
 • Iðjuþjálfun. 
 • Sjúkranudd. 
 • Meðferð hjá kírópraktor. 
 • Meðferð hjá osteópata. 
 • Sálfræðiþjónustu. 
 • Hjúkrunarmeðferð. 
 • Félagsráðgjöf. 
 • Næringarráðgjöf.
 • Aðra sambærilega meðferð hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni.
 • Smíði sérstakra innleggja hjá stoðtækjafræðingi.

Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. Námskeið eru almennt ekki styrkt og lækniskostnaður er ekki styrkhæfur.
Staðgreiðsla er ekki tekin af styrkjum sem falla undir meðferð á líkama og sál.

Sækja um styrk

Krabbameinsleit

 • Fyrir skimun vegna brjóstakrabbameinsleit er greitt allt að kr. 10.000.
 • Fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslu eða kvensjúkdómalækni er greitt fyrir leghálsstrok, allt að kr. 5.000.
 • Þurfi félagsmaður að fara í framhaldsrannsókn er greitt kr. 10.000.
 • Vegna krabbameinsskoðunar í ristli er greitt allt að kr. 10.000.
 • Vegna krabbameinsskoðunar á blöðruhálskirtli er greitt allt að kr. 10.000.

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Gleraugu og augnaðgerðir

 • Greiddar eru að hámarki kr. 30.000 af gleraugnaverði (glerjum og umgjörð) eða linsum á 24 mánaða tímabili. Nýta má styrkinn til linsukaupa eða upp í kostnað vegna vegna laseraðgerða eða augasteinaskipta.

  Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Heyrnartæki

Veittur er styrkur vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkurinn getur numið að hámarki kr. 100.000 eða 30% af kostnaði sem fellur á sjóðfélaga að frádregnum styrk Sjúkratrygginga Íslands. Styrkurinn er veittur á þriggja ára fresti. 

Sækja um styrk

Tannviðgerðir

Greitt er 15% af útlögðum kostnaði vegna tannviðgerða þegar kostnaður er kominn umfram kr. 120.000. Heildarkostnaður hverrar umsóknar þarf að vera að lágmarki kr. 120.000. Með hverri umsókn þarf að fylgja einn eða fleiri reikningar sem dagsettir eru á sl. 12 mánuðum miðað við umsóknardag.

Hægt er að sækja um oftar en einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili frá greiðslu styrks, en hámarksstyrkur er kr. 200.000. Hreinar fegrunaraðgerðir eru undanskildar.

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Áhættumat vegna hjartasjúkdóma

Sjóðurinn styrkir frumskoðun að hámarki 10.000 kr. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Fæðingarstyrkur

 • Veittur er styrkur að fjárhæð kr. 200.000 vegna fæðingar barns. Styrkurinn er veittur gegn framvísun fæðingarvottorðs eða staðfestingu á skráningu barns í Þjóðskrá.
 • Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir a.m.k. 18 vikna meðgöngu og andvana fæðingar.
 • Sækja þarf um fæðingarstyrk innan 24 mánaða frá fæðingardegi barns.

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Ættleiðingarstyrkur

Veittur er styrkur að fjárhæð kr. 170.000 vegna útgjalda við utanför til að sækja barn til ættleiðingar til hvers sjóðfélaga. 

Réttur til ættleiðingarstyrks fellur niður 24 mánuðum frá því að til kostnaðar stofnast, sbr. 19. gr.

Sækja um styrk

Tækni- eða glasafrjóvgun

Greidd eru 30% af reikningi vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða (lyf ekki innifalin). Hámarksstyrkur er 120.000 kr. á 12 mánaða tímabili.  Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Sjúkradagpeningar

Réttur til sjúkradagpeninga er vegna sannanlegs tímabundins tekjutaps sjóðfélaga sökum óvinnufærni vegna veikinda eða slysa. Upphæð sjúkradagpeninga skal nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn síðustu 6 mánuði áður en greiðslur féllu niður þó að hámarki kr. 713.000 á mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Samanlagðar skattskyldar tekjur skulu aldrei nema hærri fjárhæð en tekjutap sem til verður vegna veikinda/slysa. Sjúkradagpeningar geta aldrei numið hærri fjárhæð en atvinnuleysisbætur sem fallið hafa niður. 

Réttur til sjúkradagpeninga tekur mið af fjölda iðgjaldagreiðslna í sjóðinn. Þannig hefur umsækjandi sem greitt hefur verið fyrir í 4 mánuði áunnið sér rétt til greiðslu í 4 mánuði. Aldrei er greitt lengra aftur í tímann en sem nemur þremur mánuðum. 

Sjóðfélagi öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur og öðlast þá hálfan rétt en fullan eftir 24 mánuði.

Til viðbótar við eigin veikindi eða slys er einnig hægt að sækja um sjúkradagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru sökum: 

 • Veikinda barns í allt að 6 mánuði. 
 • Vegna veikinda og/eða slysa sjóðfélaga í fæðingarorlofi:  Ef foreldri getur ekki annast barn sitt vegna veikinda og/eða slysa í fæðingarorlofi greiðir sjóðurinn allt að 6 vikur. Þó er ekki greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum. Forsenda er að viðkomandi segi sig af greiðslum frá fæðingarorlofssjóði.
 • Veikinda maka í allt að 2 mánuði sem leiðir til fjarveru frá vinnu. Ekki er greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindunum.
 • Mjög alvarlegra veikinda annarra nákominna í allt að tvær vinnuvikur. Ekki er greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum.
 • Andláts nákominna í allt að tvær vinnuvikur. 
 • Tæknifrjóvgunar í allt að 45 daga.
 • Fíkniefnameðferðar í allt að 45 daga.
 • Læknisrannsókna sem eru undanfari frekari aðgerða, líffæragjafar eða annarra aðgerða sem taldar eru nauðsynlegar af lækni.
 • Sjóðfélagi sem er á endurhæfingarlífeyri hjá TR halda réttindum sínum til annara styrkja en sjúkradagpeninga.

Réttindi sjóðfélaga sem þiggja sjúkradagpeningagreiðslur úr Styrktarsjóði BHM og eru í öðrum sjóðum innan BHM:

Í Starfsmenntunarsjóði BHM: Sjóðfélagar viðhalda áunnum réttindum.

Í Starfsþróunarsetri háskólamanna: Sjóðfélagar viðhalda áunnum réttindum.

Í Orlofssjóði BHM: Sjóðfélagar sem nutu fullra réttinda í orlofssjóði áður en dagpeningagreiðslur hófust skulu eiga óskertan rétt í orlofssjóði meðan á dagpeningagreiðslum stendur. 

Sækja um styrk


Sjóðfélagar þurfa einnig að skila inn staðfestingu atvinnurekanda um að þeir séu búnir að fullnýta veikindarétt sinn. 

Eyðublað atvinnurekanda.


Endurhæfing á heilsustofnun

Greidd eru 30% af kostnaði vegna dvalar til endurhæfingar að læknisráði á Heilsustofnun NLFÍ og Lækningarlind Bláa lónsins vegna húðmeðferðar. Hámarksstyrkur er kr. 50.000 á tveggja ára fresti. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Vímuefnameðferð

Greidd eru 30% af kostnaði vegna áfengis- og vímuefnameðferðar að læknisráði. Hámarksstyrkur er kr. 50.000 á tveggja ára fresti. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Dánarbætur

 • Dánarbætur vegna fráfalls sjóðfélaga: Greiddar eru dánarbætur vegna andláts greiðandi sjóðfélaga kr. 350.000 til erfingja. Sama gildir um sjóðfélaga sem látið hefur af störfum vegna aldurs og andast innan tveggja ára frá því að hann lætur störfum. Réttur til greiðslu dánarbóta fyrnist sé ekki sótt um innan 24 mánaða frá dánardegi.
 • Dánarbætur vegna fráfalls barns sjóðfélaga: Greiddar eru dánarbætur að upphæð kr. 350.000 vegna andláts barns sjóðfélaga yngra en 18 ára. Bætur samkvæmt ákvæðinu eiga einnig við þegar um er að ræða andvana fæðingu eða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu. Bætur eru greiddar til erfingja ef við á. 

 • Með umsóknum um dánarbætur vegna fráfalls sjóðfélaga þarf að fylgja yfirlit um framvindu skipta ásamt útfylltu og undirrituðu umsóknareyðublaði. Styrkurinn greiðist til lögerfingja.
 • Með umsóknum um dánarbætur vegna fráfalls barns sjóðfélaga þarf að fylgja dánarvottorð ásamt útfylltu og undirrituðu umsóknareyðublaði. Styrkurinn greiðist til erfingja.
 • Með umsóknum um dánarbætur vegna andvana fæðingu barns, eftir 22. viku meðgöngu, eða fósturláts eftir 18. viku meðgöngu. þarf að fylgja staðfesting á andvana fæðingu eða fósturláti frá lækni eða ljósmóður ásamt útfylltu og undirrituðu umsóknareyðublaði. Styrkurinn greiðist til erfingja.

Sækja um styrk

Starfstengd áföll eða óvænt starfslok

Sjóðurinn styrkir meðferð, í allt að átta skipti, hjá faglega viðurkenndum aðila, sem hefur starfsleyfi frá Embætti landlæknis, til að vinna úr áfalli í starfi eða í kjölfar óvæntra starfsloka samkvæmt beiðni trúnaðarmanns/stéttarfélags.

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Ferðastyrkur

Sjóðurinn greiðir styrki vegna utanfarar í lækningarskyni sem hlýst af alvarlegum veikindum sjóðfélaga, maka hans eða barns ef almannatryggingar taka ekki þátt í ferðakostnaði.  Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Annar heilbrigðiskostnaður

Við sérstakar aðstæður, s.s. mikil útgjöld umfram 150.000 kr. sem rekja má til veikinda eða slysa sjóðsfélaga sjálfs, getur sjóðstjórn veitt styrk allt að 150.000 kr. á hverjum 12 mánuðum. Greitt er 30% af styrkhæfum kostnaði. 

Ekki er greitt vegna lyfjakostnaðar eða annars heilbrigðiskostnaðar sem fellur undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands, þ.m.t. aðgerðir/meðferðir á einkastofum sem einnig eru framkvæmdar í almenna heilbrigðiskerfinu. Ekki er greiddur kostnaður vegna fegrunaraðgerða. Ekki er greitt vegna kostnaðar sem fellur undir önnur ákvæði úthlutunarreglna þessara að undanskildum kostnaði sem fellur undir 6. gr. Endurgreiðslur vegna 6. greinar dragast frá styrkhæfum kostnaði.

Sjóðsstjórn metur hverju sinni hvort umsókn falli undir ákvæðið.

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk