End­ur­mennt­un og starfs­þró­un

Félagsfólk aðildarfélaga BHM nýtur réttar til endurmenntunar og starfsþróunar samkvæmt kjarasamningum á öllum vinnumörkuðum, hjá ríkinu, Reykjavíkurborg, öðrum sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. Þetta eru mikilvægar réttarbætur sem styðja við stöðuga starfsþróun og atvinnuöryggi háskólamenntaðra í síbreytilegu starfsumhverfi.

Skilyrði til ávinnslu og nýtingar réttinda geta verið mismunandi eftir samningssviðum. Því er mikilvægt að félagsfólk leiti upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi um hvaða reglur gilda í hverju tilviki.

Réttinum til endurmenntunar fylgir jafnan aðgangur að styrkjum úr starfsmenntasjóðum, sem gera kleift að sækja námskeið, ráðstefnur, nám og önnur verkefni sem efla faglega færni og starfsþróun.

Nánari upplýsingar um styrki sem í boði eru, sem og skilyrði fyrir greiðslu þeirra, má finna á vefsvæði sjóða BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt