Ríkið

Ríkið

Félagsfólk aðildarfélaga BHM á víðtækan rétt til endurmenntunar og starfsþróunar samkvæmt kjarasamningum, stofnanasamningum og úthlutunarreglum Starfsmenntunarsjóðs BHM.

Endurmenntun og námsleyfi

Samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga við ríkið á starfsmaður sem unnið hefur í fjögur ár hjá sömu stofnun rétt á leyfi til að stunda endurmenntun eða framhaldsnám.

  • Laun halda sér meðan á leyfinu stendur (miðað við föst laun skv. gr. 12.2.6 í kjarasamningi).
  • Ávinnsla: Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna launað námsleyfi á hverju ári, að hámarki sex mánuðir.
  • Framkvæmd: Heimilt er að veita leyfið í styttri eða lengri lotum og dreifa því yfir lengri tímabil.
  • Ferða- og dvalarkostnaður getur verið greiddur samkvæmt ákvæðum 5. kafla kjarasamnings.

Námsleyfi skal þar sem við á samræmast endurmenntunar- eða starfsþróunaráætlun stofnunar eða starfsmanns.

Réttur til styrkja úr Starfsmenntunarsjóði BHM

Félagsfólk aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn í að minnsta kosti sex mánuði (þar af þrjá mánuði samfellt) á rétt á styrkjum vegna endurmenntunar.

Hæf verkefni til styrkveitinga:

  • Háskólanám og faglegt endurmenntunarnám
  • Ráðstefnur, málþing og kynnisferðir (með fræðsludagskrá)
  • Tungumála- og upplýsingatækninám
  • Kostnaður vegna rannsóknarverkefna o.fl.

Styrkhæfur kostnaður:

  • Skólagjöld, ferðakostnaður og gistikostnaður
  • Samgöngur innanlands og erlendis (með skýrum skilyrðum)
  • Fastur styrkur vegna ferðalaga yfir ákveðna vegalengd

Hámarksstyrkur: 160.000 kr. á hverju 24 mánaða tímabili (miðað við fullan rétt)

Starfsþróunarsetur háskólamanna (STH)

Til viðbótar við einstaklingsstyrki úr Starfsmenntunarsjóði geta stofnanir sótt um styrki til STH vegna skipulagðrar fræðslu og starfsþróunar fyrir starfsfólk, t.d.:

  • Gerð starfsþróunaráætlana og mannauðsverkefna
  • Sérhæfð námskeið og fagráðstefnur
  • Fræðsluferðir innanlands og erlendis.

4. Réttur til launalauss leyfis

Ef starfsmaður fær tækifæri eða styrk til að vinna að verkefni sem tengist starfi hans á hann rétt á launalausu leyfi í hæfilegan tíma, samkvæmt samkomulagi við yfirmann.

Ráðgjöf

Félagsfólki er ráðlagt að leita ráðgjafar um réttindi til endurmenntunar hjá sínu stéttarfélagi innan BHM.

Upplýsingar um greiðslur og styrki úr starfsmenntasjóðum má nálgast á vefsvæði sjóða BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt