Kærumál, brot á jafnréttislögum

Stéttarfélög

Félagsfólk getur ávallt leitað liðsinnis sérfræðinga á skrifstofu síns stéttarfélags ef upp koma spurningar um meint brot á jafnréttislögum. Lagt er mat á umkvörtunarefnið og leiðbeiningar veittar um næstu skref.

Sjá nánar um aðildarfélög BHM.

Jafnréttisstofa

Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu og eftirlit með framkvæmd jafnréttismála í samræmi við þá löggjöf sem undir hana heyra, þ.e. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Jafnréttisstofa sér m.a. um fræðslu og upplýsingastarfsemi, fylgist með þróun jafnréttismála í samfélaginu og vinnur gegn launamisrétti og annarri mismunun á vinnumarkaði. Jafnréttisstofa hefur einnig umsjón og eftirlit með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Jafnréttisstofu.

Kærunefnd jafnréttismála

Kærunefnd jafnréttismála er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem tekur til meðferðar kærur sem til hennar er beint og kveður upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin. Nefndinni er heimilt í úrskurði sínum að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til hlutaðeigandi aðila.

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sinna, eftir því sem við á, leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála.

Úrskurðir nefndarinnar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds, en bera má úrskurði hennar undir dómstóla.

Sjá nánar um kærunefnd jafnréttismála.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt