Skyldur starfsmanna á almennum vinnumarkaði
Í kjarasamningi BHM og SA er ekki kveðið með sambærilegum hætti og hjá hinu opinbera um sérstakar starfskyldu starfsmanna.
Á almenna vinnumarkaðinum gildir því meginreglan um stjórnunarrétt vinnuveitanda, auk lagaákvæða sem tengjast almennum skyldum, eða sérstökum ákvæðum sem starfsmenn kunna að undirgangast í ráðningarsamningum, svo sem um trúnaðarskyldu vegna samkeppnisaðila o.fl.
Að öðru leyti gilda meginreglur um stjórnunarrétt vinnuveitanda innan þeirra marka sem leiða af ákvæðum laga og kjarasamninga.