Starfsfólk á almennum vinnumarkaði

Helstu skyldur starfsfólks á almennum vinnumarkaði felast í vinnuskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, trúnaðarskyldu og skyldu til að hlýða lögmætum fyrirmælum vinnuveitanda.

Atvinnurekendur á hinum almenna vinnumarkaði hafa á grundvelli svokallaðs stjórnunarréttar frelsi til að skipuleggja og stjórna vinnu starfsfólks, hafa eftirlit með frammistöðu þess og gera ráðstafanir í starfsmannamálum sem þeir telja nauðsynlegar á hverjum tíma. Stjórnunarréttur atvinnurekanda er bundinn þeim takmörkunum sem leiða af ákvæðum vinnulöggjafarinnar og þeim kjarasamningi sem gildir um það starf sem viðkomandi starfsmaður gegnir. Starfsfólk undirgengst stjórnunarrétt vinnuveitanda með undirritun ráðningarsamnings.

Lýsa má helstu skyldum starfsfólk á almennum markaði á eftirfarandi hátt:

Vinnuskylda: Meginskylda starfsmanns er að vinna þau störf sem hann hefur verið ráðinn til að vinna samkvæmt ráðningarsamningi.

Trúnaðarskyldur: Starfsfólki ber skylda til að starfa í þágu síns vinnuveitanda og taka ekki þátt í neinu sem gæti skaðað hagsmuni hans.

Skylda til að hlýða lögmætum fyrirmælum: Starfsfólki ber að fylgja lögmætum fyrirmælum frá vinnuveitanda um þá þætti sem snúa að starfi þeirra samkvæmt ráðningarsamningi.

Aðgæsla : Starfsmönnum ber að gæta varkárni í starfi til að forðast að valda sjálfum sér, samstarfsfólki sínu eða almenningi tjóni. Svo dæmi sé tekið ber starfsfólki að stuðla að því, að starfsskilyrði innan verksviðs þeirra séu fullnægjandi að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.

Tilkynniningarskylda: Starfsfólki ber að tilkynna vinnuveitanda ef það er óvinnufært vegna veikinda eða hyggst láta af störfum. Starfsmaður sem getur ekki uppfyllt vinnuskyldu sína vegna veikinda ber að láta vinnuveitanda vita eins fljótt og auðið er. Eins gildir um starfsmann sem hyggst láta af störfum, honum ber að tilkynna um slit ráðningarsamnings með þeim fyrirvara sem kveðið er á um í þeim kjarasamningi sem gildir um starf hans.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt