BHM auglýsir eftir hagfræðingi
11. júní 2024
Við auglýsum starf hagfræðings laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní nk.
Hagfræðingur BHM er einn lykilstarfsmanna hjá bandalaginu og sinnir fjölbreyttu og krefjandi starfi sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með formanni, öðrum sérfræðingum BHM og fulltrúum aðildarfélaga bandalagsins.