BHM auglýsir eftir hagfræðingi

Við auglýsum starf hagfræðings laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní nk.

Hagfræðingur BHM er einn lykilstarfsmanna hjá bandalaginu og sinnir fjölbreyttu og krefjandi starfi sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með formanni, öðrum sérfræðingum BHM og fulltrúum aðildarfélaga bandalagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með launatölfræði sem BHM hefur aðgang að og tryggja aðgengi aðildarfélaga að henni
 • Gerð tölfræði- og haggreininga
 • Ábyrgð á gagnagrunni BHM og öðrum tölfræðikerfum
 • Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni
 • Tilfallandi verkefni og ráðgjöf við kjarasamningagerð
 • Seta í nefndum, ráðum og starfshópum á vegum BHM

Tilgangur og markmið starfs:

 • Að BHM og aðildarfélög þess séu upplýst um laun og kjör félagsfólks
 • Að BHM og aðildarfélög geti með skilvirkum hætti nýtt sér launatölfræði í sínum störfum
 • Að BHM og aðildarfélög fái greiningar á efnahagsmálum sem nýtast í störfum þeirra
 • Að forysta BHM geti með upplýstum hætti tekið þátt í almennum umræðum um efnahagsmál

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum
 • Meistarapróf í hagfræði er skilyrði
 • Marktæk reynsla af hagfræðistörfum
 • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
 • Góð þekking og reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur
 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að leiða mál til lykta
 • Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður
 • Góð þekking á töflureikni og öðrum greiningartólum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Umsóknum skal fylgja ferilskrá auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt