Námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Haustnámskeið Endurmenntunar HÍ í boði fyrir félagsfólk Starfsþróunarseturs BHM.

Starfsþróunarsetur BHM og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa gert samning sem gerir félagsfólki aðildarfélaga BHM, sem eiga aðild að Starfsþróunarsetrinu, kleift að sækja valin námskeið hjá Endurmenntun HÍ að kostnaðarlausu.

Námskeiðin eru sérstaklega valin til að nýtast sem flestum í starfi og þátttaka kemur ekki til frádráttar á einstaklingsstyrkjum.

Til að nýta sér þetta tækifæri þarf að skrá sig inn á „Mínar síður BHM“ þar sem afsláttarkóði birtist undir Viðburðir og námskeið → Endurmenntun HÍ. Skráning á námskeiðin sjálf fer fram á heimasíðu Endurmenntunar HÍ með kóðanum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt