
Samningurinn verður nú með breyttu sniði en nú gefst hverjum einstaklingi færi á að sækja eitt námskeið sér að kostnaðarlausu á tímabilinu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.
Félagsfólk getur skráð sig á eitt námskeið sem kemur ekki til frádráttar á styrkupphæð einstaklinga. Kjósi einstaklingar að skrá sig á fleiri en eitt námskeið eru þau sem fyrr styrkhæf hjá Starfsþróunarsetrinu.
Upplýsingar um afsláttarkóða sem nota skal við skráningu sækir þú inn á „Mínar síður“ á vef BHM.
Afsláttarkóðinn virkar fyrir eftirtalin námskeið. Ef afsláttarkóðinn er notaður á fleiri en eitt námskeið er veittur sjálfkrafa styrkur fyrir þeim námskeiðum sem kemur til frádráttar á inneign viðkomandi hjá Starfsþróunarsetrinu.
Öðrum en félagsfólki með virka aðild að Starfsþróunarsetri BHM er með öllu óheimilt að nota afsláttarkóðann. Ef afsláttarkóðinn er notaður af einstaklingi sem ekki hefur aðild að Starfsþróunarsetrinu verður námskeiðsgjald innheimt með greiðsluseðli á viðkomandi einstakling.
Tengdar færslur
14. janúar 2026Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang
6. janúar 2026Ingvar Freyr Ingvarsson ráðinn hagfræðingur BHM
22. desember 2025BHM styrkir Ljónshjarta um hálfa milljón króna
18. desember 2025BHM sendir kvörtun til umboðsmanns Alþingis
18. desember 2025Opnunartími BHM yfir hátíðarnar
18. desember 2025Evrópuþingið kallar eftir reglum um gervigreind í vinnuumhverfi fólks