Að morgni dags þann 1. september næstkomandi taka gildi nýjar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM. Úr þeim sjóði eru veittir styrkir til félagsfólks aðildarfélaga BHM á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum.
Stjórn sjóðsins hefur undanfarin misseri unnið að gagngerri endurskoðun reglnanna með það að leiðarljósi að mæta væntingum og þörfum sjóðfélaga.
Horft hefur verið til þess að einfalda og útvíkka reglurnar auk þess sem styrkflokkar á borð við styrki vegna gleraugnakaupa og tannviðgerða hafa verið endurvaktir.
Útfærsla reglnanna er með breyttu sniði, sem í megindráttum byggir á þrískiptingu þeirra í Sjúkradagpeninga, Grunnstyrki og Forvarnir og meðferðir.
Af nægu er að taka í upptalningu á einstaka breytingum en helst má nefna:
- Hámarksupphæð sjúkradagpeninga á mánuði hækkar úr 713.000 kr. í 950.000 kr.
- Dánarbætur verða nú greiddar vegna andláts sjóðfélaga í allt að 5 ár frá því viðkomandi lét af störfum (175.000 kr.). Haldast óbreyttar 350.000 kr. ef viðkomandi lést innan tveggja ára
- Fæðingarstyrkur hækkar úr 175.000 kr. í 200.000 kr.
Nýr styrkflokkur Forvarnir og meðferðir er einn pottur með 60.000 kr. hámarksstyrk yfir 12 mánaða tímabil. Innan hans verður m.a. hægt að sækja um styrki vegna
- Meðferða hjá löggiltu heilbrigðisstarfsfólki
- Fjölskyldumeðferðar og listmeðferðar
- Gleraugnakaupa
- Tannviðgerða
- Fjölbreyttra krabbameinsleita
Tengdar færslur
30. október 2025Sjúkrasjóður hækkar alla styrki
28. október 2025Nýr bókunarvefur Orlofssjóðs opnar 13. nóvember
23. október 2025Fréttabréf BHM - október 2025
23. október 2025Félög BHM undirbúa kvennaverkfallið 24. október
22. október 2025BHM fylgist með áhrifum dóms Hæstaréttar og viðbrögðum bankanna á íbúðalánamarkaði
21. október 2025Kvennaverkfall 24. október 2025
