Nýr bókunarvefur Orlofssjóðs opnar 13. nóvember

Orlofssjóður BHM vinnur nú að því að skipta um hýsingaraðila fyrir bókunarvef sjóðsins. Upphaflega stóð til að opna nýja vefinn þann 30. október, en vegna tæknilegra áskorana hefur opnun seinkað. Stefnt er að því að nýr bókunarvefur opni fimmtudaginn 13. nóvember kl. 12:00. Þá verður hægt að bóka orlofshús á tímabilinu 6. janúar til 2. júní, að páskum undanskildum.

Núverandi vefur áfram aðgengilegur

Núverandi bókunarvefur verður áfram opinn þar til nýja kerfið tekur við. Þar er hægt að bóka laus orlofshús fram að áramótum og kaupa gjafabréf í flug.

Breytingar á ferðaávísunum

Vegna umskiptanna á hýsingaraðila hefur sala á ferðaávísunum fyrir hótelgistingu verið stöðvuð að sinni. Sjóðurinn mun kynna aðra valkosti síðar. Ónýttar ferðaávísanir eru þó enn gildar og þeir sem þær eiga fá frekari upplýsingapósta.

Þökkum fyrir þolinmæðina

Orlofssjóður BHM þakkar félagsfólki fyrir skilning og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að valda. Sjóðurinn vinnur markvisst að því að tryggja góðan aðgang að þjónustunni á nýjum vef.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt