Nýr bókunarvefur Orlofssjóðs opnar 13. nóvember
28. október 2025
Orlofssjóður BHM vinnur nú að því að skipta um hýsingaraðila fyrir bókunarvef sjóðsins. Upphaflega stóð til að opna nýja vefinn þann 30. október, en vegna tæknilegra áskorana hefur opnun seinkað. Stefnt er að því að nýr bókunarvefur opni fimmtudaginn 13. nóvember kl. 12:00. Þá verður hægt að bóka orlofshús á tímabilinu 6. janúar til 2. júní, að páskum undanskildum.






