
Ég er sjálfstætt starfandi
Sífellt fleiri kjósa að starfa sjálfstætt enda hefur það marga kosti að geta stjórnað bæði vinnutíma sínum og umhverfi. Margir félagar í aðildarfélögum BHM eru sjálfstætt starfandi.
Vissir þú?
...að giggarar, verktakar, einyrkjar og að starfa í harkhagkerfi eru allt hugtök sem ná utan um að starfa sjálfstætt.




Sérfræðingar og netvangar
Að ýmsu að huga
Víðast hvar er ráðningarsamband þó forsenda þess að fólk fái notið vinnumarkaðstengdra réttinda sem ýmist eru bundin í lögum eða kjarasamningum. Þessi réttindi ná yfirleitt ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til fólks sem er sjálfstætt starfandi. Í nágrannalöndunum hafa stéttarfélög lýst áhyggjum af stöðu fólks sem vinnur í harkhagkerfinu og beitt sér fyrir bættum réttindum þess.
Það fylgir því talsverð aukavinna að vera sjálfstætt starfandi. Fólk þarf sjálft að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslum og tryggingum, ásamt að senda viðeigandi reikninga og gögn inn til stofnana.
