
Ég er að ljúka störfum
Að ljúka störfum og fara á eftirlaun eru stór tímamót í lífinu. Við taka spennandi ár þar sem áhugamálin og fjölskyldan skipa stóran sess.

Sjóðir BHM
- Sjúkrasjóður BHM (almennur vinnumarkaður): Sjóðfélagar halda réttindum í 12 mánuði eftir að þeir láta af störfum og fara á lífeyri. Sjúkradagpeningar eru þó ekki greiddir lengur en í þrjá mánuði.
- Styrktarsjóður BHM (opinberi vinnumarkaðurinn): Sjóðfélagar halda réttindum til annarra styrkja en sjúkradagpeninga í 6 mánuði eftir að þeir láta af störfum og fara á örorku- eða ellilífeyri. Réttur til sjúkradagpeninga fellur niður þegar taka örorku- eða ellilífeyris hefst að fullu, þó í síðasta lagi við 70 ára aldur, sé sjóðfélagi ekki í ráðningarsambandi.
- Starfsmenntunarsjóður BHM: Sjóðsaðild telst lokið að þremur mánuðum liðnum eftir að ráðningarsambandi lýkur. Samkomulag aðila í ráðningarsamningi um bætur í tengslum við starfslok, þ.á.m. hvernig þær skulu ákvarðaðar og greiddar, binda ekki hendur sjóðsstjórnar við mat á því hvenær ráðningarsambandi telst lokið.
- Starfsþróunarsetur háskólamanna: Aðild að Starfsþróunarsetrinu falla niður að þremur mánuðum liðnum frá því síðast var greitt iðgjald til Starfsþróunarseturs.
- Orlofssjóður BHM: Þeir sjóðfélagar sem njóta fullra réttinda í Orlofssjóði við töku lífeyris geta greitt ævigjald til þess að viðhalda sjóðsaðild. Sjóðfélagi hefur 24 mánuði til þess að óska eftir ævigjaldi eftir að iðgjaldagreiðslur hætta að berast í sjóðinn.
- Við greiðslu á ævigjaldi viðheldur sjóðfélagi þeim réttindum samkvæmt verklagsreglum OBHM hverju sinni.
- Samkvæmt núgildandi verklagsreglum halda æviþegar sömu réttindum og áður, fyrir utan að geta ekki sótt um orlofskosti á úthlutunartímabilum (yfir páska eða sumar).
- Ævigjaldsfélagar geta þó bókað þegar bókanir opna fyrir alla, að lokinni úthlutun og forgangsbókun.
Hvenær er best að hætta?
Lífeyrissjóðir
Hvar sé ég réttindi mín hjá lífeyrissjóðum?
Hér er hægt að horfa á fræðslumyndband frá Lífeyrisgáttinni þar sem farið er yfir hvernig hægt er að sjá réttindi sín hjá lífeyrissjóðum.

Vissir þú?
...að TR sendir öllum sem verða 67 ára bréf þar sem bent er á rétt þeirra til ellilífeyris.
Ellilífeyrir frá TR
Fræðsla fyrir þau sem eru að hefja töku lífeyris
Hér er hægt að horfa á fræðslumyndband frá TR - þar sem farið er yfir helstu atriði við lífeyristöku; hvernig sótt er um, hverjir eiga rétt, hvaða réttindi eru í boði og hvaða leiðir geta hentað.






