Vel­ferð

Velferð er grunnstoð sanngjarns samfélags!

Öflug velferðarkerfi eru forsenda þess að samfélagið þrífist, þar sem allir njóta jöfnuðar og öryggis, óháð uppruna, kyni, efnahag eða færni. BHM krefst þess að stjórnvöld axli ábyrgð og fjármagni velferðarþjónustu af myndarskap, með áherslu á jöfn tækifæri og gæði þjónustunnar.

Samfélag sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegum stuðningi er samfélag sem skilar árangri fyrir alla. Við getum ekki sætt okkur við langa biðlista, vanfjármagnaða geðheilbrigðisþjónustu og ótryggt starfsumhverfi þeirra sem sinna mikilvægri almannaþjónustu.

Öflugt velferðarkerfi fyrir alla

  • Tryggja þarf snemmtæka íhlutun með öflugri heilbrigðisþjónustu. Sterk og vel fjármögnuð heilsugæsla, fjölbreytt þjónusta og breið þátttaka ólíkra fagstétta eru lykilforsendur heildstæðrar og árangursríkrar heilbrigðisþjónustu.
  • Geðheilbrigðismál verða að vera í forgangi. Tryggja þarf stöðuga fjármögnun, greiðan aðgang að úrræðum og samfelldan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur. Geðheilbrigði er jafn mikilvægur hluti af lífsgæðum og líkamlegt heilbrigði.
  • Fjölskyldan er undirstaða velferðar. Tryggja þarf börnum og foreldrum traustan stuðning í félags-, mennta- og heilbrigðiskerfinu, þannig að öll börn fái að njóta öruggs uppvaxtar og jafnræðis í tækifærum.
  • Allir eiga rétt á réttláttri og sanngjarnri málsmeðferð. Réttarkerfið á að vernda einstaklinga gegn óréttlæti og mismunun og tryggja að jafnræði og mannréttindi séu virt í hvívetna.
  • Velferð og menntun eru samofin. Jöfn tækifæri til náms og atvinnu eru forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Tryggja þarf að menntakerfið og vinnumarkaðurinn styðji hvort annað þannig að allir geti nýtt hæfileika sína og tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Samstarfstækifæri við stjórnvöld

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að velferð sé í forgangi, sem er í samræmi við stefnu BHM. En loforð duga ekki eitt og sér, raunverulegar aðgerðir verða að fylgja.

BHM kallar eftir virku samstarfi við stjórnvöld um:

  • Aukin framlög til heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu.
  • Tryggt aðgengi að snemmtækri íhlutun og forvörnum.
  • Eflingu félagslegra úrræða fyrir barnafjölskyldur og einstaklinga í viðkvæmri stöðu.
  • Sterkt réttarkerfi sem tryggir öllum sanngjarna meðferð.

Velferð er ekki kostnaður, hún er fjárfesting í sanngjarnara samfélagi. BHM mun halda áfram að berjast fyrir réttlátara og öflugra velferðarkerfi sem tryggir lífsgæði fyrir alla.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt