Jafn­rétti

Jafnrétti er ekki bara markmið, það er ófrávíkjanleg krafa! Enn hallar á konur, kvár og jaðarsetta hópa á vinnumarkaði, bæði í launakjörum og lífeyrisréttindum. BHM krefst þess að kynbundnum launamun og skekkju í verðmætamati starfa verði eytt og að jafnt aðgengi að vinnumarkaði og starfsþróun verði tryggt fyrir alla.

Lög og reglugerðir um jafnrétti eru aðeins fyrsta skrefið, nú þarf að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum.

Áherslur BHM um raunverulegt jafnrétti

  • Enginn kynskiptur vinnumarkaður! Rótgróin mismunun í verðmætamati starfa hefur viðhaldið því að hefðbundin kvennastörf eru verr launuð en karlastörf. Þessu þarf að breyta með markvissum aðgerðum.
  • Jöfn skipting fæðingarorlofs! Til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði þarf að tryggja að fæðingarorlofi sé jafnt skipt milli foreldra og að greiðslur haldist í hendur við almennar launahækkanir.
  • Tryggð dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi! Foreldrar eiga ekki að vera í óvissu með leikskólapláss.
  • Ólaunuð vinna og ábyrgð innan heimilisins verður að dreifast jafnt! Konur vinna fleiri ólaunaðar vinnustundir en karlar, sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og stöðu á vinnumarkaði.
  • Lífeyriskerfið verður að taka mið af jafnrétti! Konur hafa að meðaltali lægri ævitekjur og þar með lakari lífeyrisréttindi en karlar. Leiðrétta þarf þessa skekkju.

Samstarfstækifæri við stjórnvöld

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti og að draga úr kynbundnum launamun. Það er jákvætt, en BHM ætlast til þess að þeim orðum fylgi aðgerðir.

  • Endurmati á virðismati starfa þarf að fylgja fjármögnun og aðgerðum.
  • Tryggja þarf að laun hækki í takti við menntun, ábyrgð og verðmætasköpun.
  • Jöfn skipting fæðingarorlofs þarf að styðjast við lagalega vernd og fjármögnun.
  • Afnema þarf kynbundnar skekkjur í lífeyriskerfinu og tryggja jafnræði.

BHM mun beita sér af fullum þunga fyrir raunverulegum breytingum og krefst þess að stjórnvöld vinni að þessum markmiðum í samstarfi við samtök launafólks. Tími er kominn til að gjörbreyta íslenskum vinnumarkaði í þágu jafnréttis!

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt