Skip to content

Yfir landa­mærin

Frjálst flæði fólks er ein af grunnstoðum EES-samningsins sem tengir saman vinnumarkaði aðildarríkja ESB ríkja og EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein og Noregs.

EES-ríkisborgarar hafa rétt til að búa og starfa og stunda nám í hvaða EES-ríki sem er.

Frjáls för fólks innan EES felur í sér afnám allrar mismununar milli launafólks í aðildarríkjum sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launum og öðrum starfsskilyrðum. Í reglum EES-réttar er einnig kveðið á um viðurkenningu starfsréttinda milli landa, sem ná m.a. til heilbrigðisstarfsfólks, og samhæfingu almannatrygginga þar sem m.a. er komið er á inn svið lífeyristrygginga og barnabóta. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að gera fólki kleift að nýta á skilvirkan hátt grundvallarrétt sinn til frjálsrar farar. Þessar reglur ná einnig til Sviss.

Bann við mismunun launafólks á grundvelli ríkisfangs snýr einnig öðrum þáttum s.s. félagslegum réttindum og skattaívilnunum, starfsþjálfun, húsnæðismálum og aðgengi að menntun. Aðstandendur EES-ríkisborgara sem beita rétti sínum til frjálsar farar, námsmenn, lífeyrisþegar o.fl. falla einnig undir þær reglur sem hér um ræðir.

Á EES-upplýsingaveitan er birt efni um ýmsa lykilþætti í samstarfi EES-ríkjanna og hagsmunagæslu íslenskra stjórnvalda.