Skip to content

Yfir landa­mærin

Frjálst flæði fólks er ein af grunnstoðum EES-samningsins sem tengir saman vinnumarkaði aðildarríkja ESB-ríkja og EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Frjáls för fólks innan EES felur í sér afnám allrar mismununar milli launafólks í aðildarríkjum sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launum og öðrum starfsskilyrðum.

Í reglum EES-réttar er einnig kveðið á um viðurkenningu starfsréttinda, þ. á m. hjá starfsfólki í heilbrigðisgreinum, og samhæfingu réttinda á sviði almannatrygginga, þ.m.t. lífeyrisréttinda og barnabóta. Reglur um frjálsa för gilda einnig í Sviss.

Bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs snýr einnig að aðgengi fólks að félagslegum réttindum og skattaívilnunum, starfsþjálfun, húsnæðismálum og menntun.

Aðstandendur EES-ríkisborgara njóta einnig réttinda samkvæmt EES-reglum.

Sjá upplýsingar um frjálsa för og réttindi á heimasíðu Evrópuþingins.