Skip to content

Yfir landa­mærin

Frjálst flæði fólks er ein af grunnstöðum EES-samningsins sem tengir saman vinnumarkaði aðildarríkja ESB ríkja og EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Samningurinn veitir EES-ríkisborgunum rétt til að búa og starfa og stunda nám í hvaða aðildarríki sem er.

Frjáls för fólks innan EES felur í sér afnám allrar mismununar milli launafólks í aðildarríkjum sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launum og öðrum starfsskilyrðum. Einnig er kveðið á um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og samhæfingu almannatrygginga. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að gera fólki kleift að nýta á skilvirkan hátt grundvallarrétt sinn til frjálsrar farar. Þessar reglur ná einnig til Sviss.

Bann við mismunun launafólks á grundvelli ríkisfangs snýr einnig öðrum þáttum s.s. félagslegum réttindum og skattaívilnunum, starfsþjálfun, húsnæðismálum og aðgengi að menntun. Aðstandendur EES-ríkisborgara sem beita rétti sínum til frjálsar farar, námsmenn, lífeyrisþegar o.fl. falla einnig undir þær reglur sem hér um ræðir.

Með það að markmiði að auðvelda frjálsa för og gera hana markvissara hafa tekið gildi reglur á evrópuvísu sem skilgreina nánar réttindi og skyldur einstaklinga og stjórnvalda á eftirfarandi sviðum:

  • Búseturéttindi EES-borgara og aðstandenda þeirra (tilskipun 2004/38/EB)
  • Viðurkenning á faglegri menntun og hæfi (tilskipanir 2005/36/EB og 2013/55/ESB)
  • Evrópska fagskírteinið sem auðveldar viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi (framkvæmdareglugerð (ESB) 2015/983)
  • Samhæfing á almannatryggingum EES-ríkja (reglugerðir (EB) 883/2004 og 987/2009)
  • Evrópska sjúkratryggingakortið sem staðfestir tryggingavernd og veitir korthafa rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES löndum, og Sviss og tilskipun um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri (tilskipun 2011/24/ESB)
  • Ráðstafanir til að bæta möguleika á öflun og viðhaldi viðbótarlífeyrisréttinda (tilskipun 2014/50/ESB)
  • Réttur einstaklinga sem telja sig rangindum beitta á vinnumarkaði til aðgangs að dómsstólum til að tryggja að skyldum sé framfylgt (tilskipun 2014/54/ESB)

Á EES-upplýsingaveitan er birt efni um ýmsa lykilþætti í samstarfi EES-ríkjanna og hagsmunagæslu íslenskra stjórnvalda.