Yfir landa­mærin

Frjálst flæði fólks er ein af grunnstoðum EES-samningsins sem tengir saman vinnumarkaði aðildarríkja ESB-ríkja og EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Frjáls för fólks innan EES felur í sér afnám allrar mismununar milli launafólks í aðildarríkjum sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launum og öðrum starfsskilyrðum.

EES-samningurinn hefur opnað fjölmargar dyr fyrir háskólamenntað fólk og sérfræðinga í ýmsum greinum, þar á meðal í tæknigeiranum, í heilbrigðisþjónustu og fyrir fólk sem starfar í menningargeiranum, til að leita sér atvinnu og tekna víðs vegar um Evrópu.

Í reglum EES-réttar er einnig kveðið á um viðurkenningu starfsréttinda, þ. á m. hjá starfsfólki í heilbrigðisgreinum, og samhæfingu réttinda á sviði almannatrygginga.

Reglur um frjálsa för fólks ná einnig til Sviss.

Aðstandendur EES-ríkisborgara sem beita rétti sínum til frjálsar farar njóta sömuleiðis réttinda samkvæmt ákvæðum EES-réttar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt