Skip to content

Ég fer í fríið

Í hröðum heimi er mikilvægt að loka tölvunni og njóta þess að fara í frí. Þegar þú ert í orlofi er fátt betra en að að aftengjast, hvílast, njóta með fjölskyldunni, ferðast eða gera það sem hentar þér best til að hlaða batteríin.

Allt launafólk á rétt á að fara í frí. Orlofsréttur fólks er bæði tryggður með sérstökum lögum og kjarasamningum. Starfsfólk á mánaðarlaunum heldur sínum launum í orlofi.

Orlofsréttur snýst annars vegar um rétt til að taka sér leyfi frá störfum og hins vegar rétt til launagreiðslna á meðan orlofinu stendur.

Þú vinnur þér inn orlof á svokölluðu orlofsári, sem er ekki hefðbundið almanaksár, heldur tímabilið frá 1. maí - 30. apríl. Á þessu tímabili ávinnst réttur til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.

Vissir þú?

... að ef þú veikist þegar þú ert í fríi frá vinnu teljast veikindadagarnir ekki til orlofs. Ef þú skilar inn læknisvottorði áttu rétt á að taka þá orlofsdaga síðar.

Í stuttu máli

  • Til orlofsdaga teljast aðeins virkir dagar.
  • Lágmarksorlof samkvæmt lögum eru tveir vinnudagar fyrir hvern unninn mánuð á ávinnslutímabili orlofs.
  • Í kjarasamningum er kveðið á um víðtækari rétt til orlofs.
  • Hjá einstaka aðildarfélögum BHM getur kjarasamningur kveðið á um sérákvæði varðandi orlof. Hægt er að fá upplýsingar um slíkt hjá félögunum sjálfum.

Orlofshús

Allir félagar í BHM geta leigt sumarbústaði og orlofshús í gegnum Orlofssjóð BHM. Sjóðurinn á og leigir út eignir um allt land.

  • Brekkuskógur: 30 sumarbústaðir
  • Egilsstaðir (Miðhús): 4 sumarbústaðir
  • Akureyri: Hálönd 4 sumarbústaðir og 1 íbúð í Hafnarstræti
  • Hreðavatn: 6 sumarbústaðir
  • Aðaldalur (í boði á sumrin): 6 sumarbústaðir
  • Reykjavík: 5 íbúðir (Neðstaleiti og 4 í Vogabyggð)

Vissir þú?

… að gæludýr eru velkomin í 10 orlofshús BHM.

Afslættir af flugi og þjónustu fyrir félaga

Má bjóða þér afslátt? Félagar í BHM geta keypt gjafabréf í flug hjá Icelandair og Flugfélaginu Erni í gegnum orlofssjóðinn. Með gjafabréfunum er hægt að gera mjög góð kaup á flugi, bæði innanlands og utan.

Félagar í Orlofssjóði BHM geta líka fengið góðan afslátt af vörum og þjónustu hjá um hundrað fyrirtækjum um allt land. Þannig er hægt að spara við kaup á veitingum, afþreyingu, gjafavöru og fatnaði. Það er meira að segja hægt að fá afslátt á rekstri bifreiða!

Vissir þú?

… að BHM leigir út orlofshús sem var sérstaklega hannað og byggt fyrir hreyfihamlaða. Í húsinu eru rafknúnar gardínur, ljós, gluggar og hurðir og engir þröskuldar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Símatími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt