Starfsþróunarsetur háskólamanna

Styrkir til einstaklinga, stéttarfélaga, stofnana og sveitarfélaga vegna starfsþróunar

Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi félagsmanna aðildarfélaga BHM og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. 

19 af 28 aðildarfélögum BHM hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna. Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem ekki hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetrinu geta myndað aðild að setrinu ef greidd eru iðgjöld vegna þeirra á sama grunni og starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hægt er að sjá hvort vinnuveitandi greiðir iðgjöld til setursins á Mínum síðum BHM.

Kynningarmyndband

Starfsþróunarsetrið hefur gert stutt kynningarmyndband um setrið, aðildina, greiðslur, styrkupphæðir og fleira. Smelltu hér til að horfa á myndbandið á Youtube.  

Styrkir fyrir einstaklinga

Upplýsingar um styrki til einstaklinga eru veittar í þjónustuveri BHM, Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð).
Netfang: sjodir@bhm.is, sími: 595 5100.

Sótt er um alla styrki gegnum Mínar síður BHM.

Þjónustuverið vísar málum til stjórnar STH ef einstaklingur óskar eftir því eða ef umsókn fellur ekki að reglum.

Styrkir fyrir stofnanir, sveitarfélög og stéttarfélög

Upplýsingar um styrki fyrir stofnanir, sveitarfélög og stéttarfélög eru veittar á skrifstofu Starfsþróunarseturs.
Netfang: sjodir@bhm.is, sími: 595 5100.

Sótt er um alla styrki gegnum Mínar síður BHM.

____________

Stafræna hæfnihjólið

Mikil umbylting hefur átt sér stað í notkun stafrænnar tækni. Með stafrænni hæfni felst m.a. að geta nýtt sér þá tækni sem er til staðar hverju sinni í námi, starfi og einkalífi. Því vekjum við athygli á Stafræna hæfnihjólinu, sem var búið til af Center for digital dannelse og er fjármagnað af DIGCOMP, rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu, sem sett var á fót í kjölfar þess að Evrópuþingið útnefndi stafræna hæfni sem eitt af átta kjarnahæfnisviðum símenntunar. Þýðing og kostun vefsins á Íslandi er fjármögnuð af VR og á vefnum þeirra er sjálfsmatspróf til að kortleggja stafræna hæfni.

Starfsmennt hefur unnið námsefni með 16 námsþáttum sem styður við hæfniþætti Stafræna hæfnihjólsins með það að markmiði að styrkja mannauð og auka atvinnu- og samkeppnishæfni hvers og eins. Eru námskeiðin opin öllum endurgjaldslaust.


____

Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda

Uppselt var á fyrirlesturinn ,,Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“ og vinnustofu sem BHM, Starfsþróunarsetur háskólamanna og Kjara- og mannauðssýsla ríkisins stóðu fyrir þann 25. janúar 2019.  Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá  Copenhagen Institute for Future Studies,  flutti erindi um strauma og drifkrafta sem móta munu vinnustaði í opinbera geiranum á komandi árum. Meðal annars fjallaði hann um hvernig slíkir vinnustaðir geti aðlagast breyttu umhverfi, nýrri tækni, nýjum viðhorfum og nýrri kynslóð starfsmanna. Í kjölfarið stýrði Geuken vinnustofu þar sem þátttakendurnir ræddu um hvað stjórnendur geti gert til að undirbúa og laga vinnustaði í opinbera geiranum að kröfum og þörfum framtíðarinnar.

Hér má nálgast glærur frá fyrirlestrinum.
Hér má nálgast upptöku af fyrirlestrinum.

 


20190125_093256

 

 

 

Thomas Geuken er þekktur fyrirlesari og höfundur rita á sviði framtíðarfræða. Hann hefur veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um framtíðarstefnumótun, s.s. IKEA, Volvo, Deloitte, Novozymes og Google. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi ríkisstjórna á þessu sviði. Geuken er Associated Partner hjá Copenhagen Institute of Future Studies sem stofnað var árið 1969 og er ein fremsta rannsóknastofnun heims á sviði framtíðarfræða.