Chat with us, powered by LiveChat

Ákvæði um hópuppsagnir

Gildir á vinnustöðum þar sem starfa 20 eða fleiri starfsmenn

Hópuppsögn á við þegar atvinnurekandi segir upp hóp af starfsmönnum og ástæðan fyrir uppsögninni tengist ekki ákveðnum einstaklingum og uppsagnirnar eiga sér stað á 30 daga tímabili:

  • 10 starfsmönnum sagt upp, þar sem starfa 20-100 manns að jafnaði    
  • 10% starfsmanna sagt upp, þar sem starfa 100 - 300 manns    
  • 30 manns eða fleirum sagt upp, þar sem starfa 300 eða fleiri starfsmenn

Upplýsingar og samráð

Áformi atvinnurekandi hópuppsagnir skal hann hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélaga eða fulltrúa starfsmanna, sem starfsmenn hafa til þess valið, með það fyrir augum að ná samkomulagi. 

Atvinnurekanda ber skylda til að ræða við trúnaðarmann/fulltrúa starfsmanna um áformin, rökstyðja þau og gefa honum kost á að koma sjónarmiðum og tillögum á framfæri áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. 

Markmið samráðsins er að leita leiða til að forðast hópuppsagnar eða fækka þeim starfsmönnum sem fyrir þeim verða og draga úr afleiðingum. Ef sérstök nauðsyn krefur er trúnaðarmanni/fulltrúa starfsmanna heimilt að kveðja til, á sinn kostnað, sérfræðinga sér til aðstoðar á meðan á samráði stendur. 

Atvinnurekandi skal upplýsa trúnaðarmann/fulltrúa starfsmanna skriflega um ástæður fyrirhugaðra uppsagna, fjölda starfsmanna sem til stendur að segja upp og hvaða störfum þeir gegna, hve margir eru að jafnaði í vinnu og hvers konar störfum þeir gegna. Auk þess á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eiga að koma til framkvæmda, viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp og upplýsingar um sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna uppsagnar aðrar en þær sem kveðið er á um í lögum eða kjarasamningum og hvernig þessar greiðslur eru reiknaðar. Atvinnurekanda ber skylda til að senda afrit af þessum upplýsingum til VMST.

Tilkynning til Vinnumálastofnun

Atvinnurekanda ber að senda skriflega tilkynningu til Vinnumálastofnunar um fyrirhugaðar uppsagnir og skal trúnaðarmaður/fulltrúi trúnaðarmanna fá afrit af þeirri tilkynningu. Trúnaðarmaður/fulltúi getur komið öllum athugasemdum starfsmanna á framfæri við VMST.

Hópuppsagnir taka fyrst gildi 30 dögum eftir að tilkynning berst VMST og skal stofnunin nota frestinn til að leita lausnar á þeim vanda sem fyrirhugaðar uppsagnir munu valda. Uppsagnarfrestur starfsmanna samkvæmt lögum, kjarasamningum eða ráðningarsamningum breytist ekki þrátt fyrir ákvæði þessara laga. Trúnaðarmaður/fulltrúi starfsmanna skal gæta trúnaðar varðandi upplýsingar sem gefnar eru samkvæmt ákvæðum um hópuppsagnir.

Ítarefni: