Skip to content

Áhættumat

Vinnuveitanda ber að leggja mat á og hafa stjórn á hvers kyns áhættu fyrir heilsu starfsfólks. Skipulagsbreytingar eru meðal áhættuþátta á heilsu starfsfólks.

Þegar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi eða skipulagi á vinnustað getur þurft að meta áhrif þeirra á öryggi og heilbrigði starfsfólks.

Sem dæmi má nefna upptöku á nýju vinnutímaskipulagi, innleiðingu nýs vélbúnaðar og/eða ferla við framleiðslu vöru, umbyltingu í veitingu þjónustu til dæmis með aðstoð stafrænnar tækni, flutningur á starfsemi í nýtt húsnæði og/eða breytingar á vinnurýmum.

Meiriháttar breytingar í starfsmannahaldi, þ.m.t. hópuppsagnir og aðilaskipti, teljast einnig til áhættuþátta að því er varðar hin sálfélagslegu áhrif sem slík umskipti geta haft á heilsu fólks.

Hér gilda almennar reglur um áhættumat, heilsuvernd og heilsufarsskoðanir starfsfólks, sbr. XI. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Um áhrif skipulagsbreytingar á heilsu starfsfólks má m.a. lesa í Investing in well-being at work - Addressing psychosocial risks in times of change.