Skip to content

Skipulagsbreytingar

Starfsfólk á rétt á upplýsingum og samráði í aðdraganda skipulagsbreytinga.

Mikilvægt er að skipulagsbreytingar séu ekki einungis byggðar á markmiðum um betri nýtingu fjármuna heldur sé einnig horft til hagsmuna og réttinda launafólks. Samkvæmt reglum um upplýsingar og samráð skal yfirstjórn fyrirtækis eða stofnunar eiga frumkvæði að samtali við fulltrúa starfsfólks þar sem fyrirhugaðar breytingar eru kynntar og leitað álits á þeim áður en þær koma til framkvæmda.

Reglur um þetta efni eru byggðar á tilskipunum Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn og lögfestar hér á landi.

  • Almenn löggjöf um upplýsingar og samráð
  • Aðilaskipti og endurskipulagning fyrirtækja og stofnana
  • Hópuppsagnir
  • Áhættumat

Hér er einnig fjallað um ábyrgð á launum vegna gjaldþrots vinnuveitanda.