Laun

Aðildarfélög BHM gera flest kjarasamninga á þrenns konar vettvangi; við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði.

Aðildarfélögin eru hvert á sínu sviði lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör félagsfólks.

Aðildarfélög BHM gera þá kröfu að kaup og kjör félagsmanna sinna endurspegli menntun þeirra, símenntun, fagþekkingu og hagrænt virði fyrir samfélagið. Launasetning sé ávallt byggð á málefnalegum grunni og jafnrétti. Þá þurfa starfsaðstæður og starfsumhverfi háskólamenntaðra að vera með þeim hætti að nauðsynleg nýliðun starfsstétta sé tryggð og unnt sé að laða menntað fólk til starfa á öllum sviðum atvinnulífsins. Rík áhersla er lögð á að hið opinbera virði í hvívetna lagaskyldu um auglýsingu lausra starfa og að ráðningar byggi á faglegum og málefnalegum sjónarmiðum.

Þjónustuskrifstofur aðildarfélaga BHM veita félagsfólki upplýsingar og ráðgjöf um laun og önnur starfskjör eftir því sem gildandi kjarasamningur kveður á um að teknu tilliti skipulags kjaramála og launaþróunar á viðkomandi vinnumarkaði. Þar skipta máli hinir fjölmörgu stofnanasamninga hjá hinu opinbera, starfsmat hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum og launakannanir fyrir einstakar starfsgreinar á almennum vinnumarkaði.

Félagsfólki er bent á að hafa samband við sitt aðildarfélag hafi það spurningar um launakjör samkvæmt kjarasamningi og stofnasamningi og samræmi við launaþróun í sinni starfsgrein og/eða vinnustað.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt