Skip to content

Orlofs- og desemberuppbætur

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM eru ákvæði um orlofs- og desemberuppbót.

Samið er um persónuppbætur fyrir hvert og eitt ár þegar kjarasamningar eru gerðir. Uppbótin er föst krónutala og reiknast ekki orlof á hana.

Orlofsuppbót

Árið 2022 var full uppbót 53.000 samkvæmt öllum samningum aðildarfélaga BHM.

Gjalddagi orlofsuppbótar er 1. júní en miðað er við 1. maí hjá þeim sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.

Samkvæmt samningum við Samtök atvinnulífsins greiðist orlofsuppbótin þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30 apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.

Desemberuppbót

Árið 2022 var uppbótin sem hér segir (háð vinnuveitanda/samningi):

  • Ríki — 98.000 kr.
  • Reykjavíkurborg — 109.100 kr.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga — 124.750 kr.
  • Samtök atvinnulífsins (aðalkjarasamningur) — 98.000 kr.

Desemberuppbót skal greiða 1. desember ár hvert.

Full uppbót miðast við fullt starfshlutfall á viðmiðunartímabili eins og það er skilgreint í kjarasamningi sem viðkomandi starfsmaður fellur undir. Hjá ríki og Reykjavíkurborg er tímabilið 1. janúar til 31. október. Hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga er tímabilið 1. janúar til 30. nóvember. Uppbótin er hlutfallsleg hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða starfað hluta úr ári.

Starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins fá greidda desemberuppbót eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.