Skip to content

Aksturspeningar

Kostnaður vegna ferðalaga innanlands skal greiða eftir reikningi en dagpeninga ef um það er samið eða ekki er hægt að leggja fram reikninga.

Starfsmenn eiga rétt á því fá fyrirframgreiðslu áætlaðs ferðakostnaðar. Um uppgjör ferðakostnaðar, þar með talið akstursgjald, fer eftir sömu reglum og um uppgjör yfirvinnu.

Sjá nánar, reglur nr. 1/2009 um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar um upphæðir og útfærslu akstursgjalds.

Leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum.

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem eru ákveðnir af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Sjá einnig reglur nr. 281/1988 um farangurstryggingar starfsmanna á ferðalögum á vegum ríkisins.