• bhm02

Orlof

Lengd orlofs og ávinnsla

Ávinnslutímabil orlofs er frá 1. maí til 30. apríl. Á þessu tímabili ávinnur starfsmaður sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.  

Til orlofsdaga teljast aðeins virkir dagar. Lágmarksorlof samkvæmt lögum eru tveir vinnudagar fyrir hvern unninn mánuð á ávinnslutímabili orlofs.  Í kjarasamningum er kveðið á um víðtækari rétt til orlofs.  

Orlofsréttur hjá ríki og sveitarfélögum

[Hér koma upplýsingar um hvernig ávinnslu orlofs er háttað hjá ríki og sveitarfélögum. Ath. að í frá og með 1. júlí 2019 er óheimilt að hafa ávinnsluna mismunandi eftir aldri starfsmanna, sbr. lög um jafna meðferð á vinnnumarkaði.]

Ávinnslutímabil orlofs

Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl (ávinnslutímabil orlofs).  Á þessu tímabili ávinnur starfsmaðurinn sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári. Sumarorlofstímabil er frá 1. maí til 15. september nema hjá starfsmönnum sveitarfélaga þar sem tímabilið er frá 15. maí til 30. september.

Lenging orlofs utan sumarorlofstímabils

Starfsmenn á opinberum vinnumarkaði eiga rétt á að fá a.m.k. 20 virka daga (160 vinnustundir) af orlofi sínu á sumarorlofstímabili og allt að fullu orlofi á sama tíma, verði því við komið vegna starfa stofnunar.  

Ef starfsmaður ríkis eða Reykjavíkurborgar tekur hluta orlofs eftir að sumarorlofstímabili lýkur lengist orlofsrétturinn um fjórðung. Hjá öðrum sveitarfélögum er lenging háð því að frestun orlofs sé að beiðni vinnuveitanda (yfirmanns) og lengist þá orlofið um 33%.

Veikindi í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs enda sanni starfsmaður með læknisvottorði svo fljótt sem auðið er að hann geti ekki notið orlofsins.

Orlof á uppsagnarfresti

Vinnuveitandi getur ekki ákveðið einhliða orlofstöku á uppsagnarfresti.  M.ö.o. þarf að afla samþykkis starfsmanns ef ætlunin er að fella orlofstöku hans inn í uppsagnarfrestinn.   Samþykki starfsmaður ekki slíka tilhögun á hann rétt á að fá orlofið gert upp við starfslok. Geri starfsmaður kröfu um orlofstöku á uppsagnarfresti og vinnuveitandi fellst á þá kröfu þannig að ekki komi til lengingar uppsagnarfrests er æskilegt að ganga frá slíku með skriflegum hætti.

Ávinnsla orlofs í fæðingarorlofi

Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar og uppsagnarfrests. Fæðingarorlof skerðir ekki rétt til orlofslauna hjá opinberum starfsmönnum. 

Ítarefni: Ákvæði um orlof í kjarasamningum og lögum


Orlofsréttur á almennum vinnumarkaði

 Starfsaldur  Orlofsdagar  Vinnuskyldustundir
 lágmarksorlof  24  192
 5 ár í starfsgrein  25  200
 5 ár hjá sama atvinnurekanda  27  216
 10 ár hjá sama atvinnurekanda  30  240

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

Ávinnslutímabil orlofs

Ávinnslutímabil orlofs miðast við orlofsárið sem er frá 1. maí til 30. apríl. Á þessu tímabili ávinnur starfsmaðurinn sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.

Lenging orlofs

Samkvæmt kjarasamningi BHM og SA ber að veita a.m.k. fjórar vikur (20 virka daga) á timabilinu 2. maí til 15. september.  Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.

Veikindi í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi þannig að hann geti ekki notið orlofs á viðkomandi rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin vöruðu.  Við slíkar aðstæður skal félagsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði.

Orlof á uppsagnarfresti

Atvinnurekandi getur ekki ákveðið einhliða orlofstöku á uppsagnarfresti.  M.ö.o. þarf að afla samþykkis starfsmanns ef ætlunin er að fella orlofstöku hans inn í uppsagnarfrestinn.   Samþykki starfsmaður ekki slíka tilhögun á hann rétt á að fá orlofið gert upp við starfslok. Geri starfsmaður kröfu um orlofstöku á uppsagnarfresti og vinnuveitandi fellst á þá kröfu þannig að ekki komi til lengingar uppsagnarfrests er æskilegt að ganga frá slíku með skriflegum hætti.

Ávinnsla orlofs í fæðingarorlofi

Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til frítöku en ekki til greiðslu orlofslauna. 

Ítarefni: Ákvæði um orlof í kjarasamningum og lögum