Ríki og sveitarfélög

Orlofsréttur starfsmanns, sem er í fullu starfi frá 1. maí til 30. apríl árið eftir, er 240 klst. eða að jafnaði 30 dagar. 

Orlofsréttur

Orlofsréttur starfsmanns í fullu starfi er 240 klst. eða að jafnaði 30 dagar óháð lífaldri, sbr. grein 4.1. í kjarasamningi aðildarfélaga BHM og ríkisins.

240 orlofsstundir (á ári fyrir fullt starf) / 7,2 vinnustundir á dag / stuðullinn 1,11 (stuðullinn reiknaður með 40/36 klst. á viku = 1,11) = 30 dagar

Orlof starfsfólks í hlutastarfi er reiknað með sama hætti. Í stað 36/5 (vinnuvikan 36 klst. miðað við 5 virka daga vikunnar) breytist 36 miðað við starfshlutfall.

Ef breytingar verða á starfshlutfalli á orlofsárinu þarf að taka tillit til þess í launaútreikningi við töku orlofsins.

Ávinnslutímabil

Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Á þessu tímabili ávinnur starfsmaðurinn sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.

Það telst vinnutími þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa meðan hann fær greitt kaup eða hann er í orlofi. Sunnudagar og aðrir helgidagar teljast ekki orlofsdagar né heldur fyrstu fimm laugardagar í orlofi.

Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt